Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 14:55:12 (2942)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:55]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Bent hafði verið á það, bæði af hálfu ráðuneytisins og gesta sem komu fyrir nefndina, að laga þyrfti ýmiss konar atriði sem trufla samkeppni milli aðila á markaðnum. Þess vegna flytja menn þetta frumvarp, gera breytingar, til að koma í veg fyrir að mismunandi gjaldheimta trufli mikið samkeppni milli aðila sem flytja vörur eða vinna öðruvísi á vegunum. Þess vegna liggur á að afgreiða frumvarpið og þess vegna mun ég standa að því að samþykkja það en ég tek undir með hv. þingmanni að kerfið er orðið allt of flókið og það þyrfti að vinna að því að einfalda það og helst taka upp annað kerfi sem hefði ekki svona markmið sem stangast á.