Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 16:03:10 (2951)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[16:03]
Hlusta

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ein af breytingartillögum meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar sem hv. þm. Pétur H. Blöndal mælti fyrir og ég gat um áðan snýr að tengivögnum, 5 þús. kílóum eða þyngri, sem eiga að greiða sérstakt kílómetragjald. Hv. þm. Kjartan Ólafsson benti á að vagnar sem eru 4.999 kíló muni ekkert borga en hinir muni þurfa að borga 9,27 kr. á hvern dreginn kílómetra, ekki ekinn heldur dreginn. Talað er um að þetta sé eingöngu fyrir vagna sem eru dregnir af dráttarvélum. Því er það spurning mín: Hvað með 5 þús. kílóa tengivagn eða þyngri sem dreginn er af tækjum á gjaldfrjálsri olíu, t.d. vélskóflum eða öðrum sambærilegum tækjum sem borga ekki olíugjald, hvernig á að rukka það? Þetta er enn eitt dæmi um þetta flækjustig.