Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 16:05:05 (2953)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[16:05]
Hlusta

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður gat ekki svarað þessu. Ég skil hann vel enda ætla ég ekki að ganga eftir frekari svörum um þetta atriði vegna þess að það er ekki hægt að svara þessu. Þetta er enn eitt dæmi um þá vitleysu sem verið er að setja inn í frumvarpið sem tveir ef ekki þrír stjórnarþingmenn tala um sem vitleysisfrumvarp. Breytingartillögurnar sem settar voru fram í hv. efnahags- og viðskiptanefnd og hv. þm. Pétur H. Blöndal mælti fyrir gera þetta enn vitlausara en áður og síðast en ekki síst stendur hv. þingmaður að hækkun á sérstaka kílómetragjaldinu á vel flestum þyngdarflokkum, um 12–15%.