Starfsmannaleigur

Föstudaginn 09. desember 2005, kl. 12:40:16 (3019)


132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[12:40]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Á þskj. 533 er breytingartillaga frá hv. þm. Ögmundi Jónassyni og fleirum þar sem tekið er fram að lögin taki til erlendra starfsmanna. Hvernig ber að skilja það að þeir gera mun á erlendu fólki og innlendu?

Í fyrra andsvari mínu í dag gat ég um ummæli Grétars Þorsteinssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, um að ekki mætti gera breytingar á þessu frumvarpi. Nú er hv. þm. Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Getur maður litið svo á að um sé að ræða íhlutun eins verkalýðsfélags í starfsemi annars og samninga sem það gerir?