Starfsmannaleigur

Föstudaginn 09. desember 2005, kl. 15:03:30 (3057)


132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[15:03]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn og aftur: Þetta var samkomulag þriggja aðila. Þrír aðilar gengu að samkomulaginu. Áðan var sagt réttilega: Um hvað urðu þeir sammála? Jú, lægsta samnefnara, á því byggðist samkomulagið. Það voru þrír aðilar. Samkomulagið lá um lægsta samnefnara. Svo koma menn með breytingartillögu sem gengur á einn af þessum aðilum. Til hvers? Vitandi það og hafandi sagt það í þessum stól fyrir nokkrum mínútum: Auðvitað skiljum við að samkomulagið þarf að fá lögfestingu eins og frá því var gengið. (Gripið fram í.)

Þetta er samkomulag þriggja aðila sem byggist á lægsta samnefnara. Það er sama hverju við breytum þá göngum við á hlut einhvers þeirra og það megum við ekki gera vegna þess að ríkisstjórnin var búin að heita því að ganga frá þessu svona. Ég vona, virðulegi forseti, að menn skilji þetta núna og í framtíðinni.