Fundargerð 132. þingi, 5. fundi, boðaður 2005-10-10 15:00, stóð 15:00:00 til 21:09:40 gert 11 8:0
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

5. FUNDUR

mánudaginn 10. okt.,

kl. 3 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:

Lagt fram á lestrarsal:


Varamenn taka þingsæti.

[15:00]

Forseti las bréf þess efnis að Grétar Mar Jónsson tæki sæti Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, 9. þm. Suðurk., Þórarinn E. Sveinsson tæki sæti Birkis J. Jónssonar, 9. þm. Norðaust., og Brynja Magnúsdóttir tæki sæti Margrétar Frímannsdóttur, 1. þm. Suðurk.


Tilkynning um kjör embættismanna fastanefnda og alþjóðanefnda.

[15:02]

Forseti tilkynnti að borist hefðu eftirfarandi tilkynningar um kosningu embættismanna fastanefnda og alþjóðanefnda:

Allsherjarnefnd: Bjarni Benediktsson formaður og Jónína Bjartmarz varaformaður.

Efnahags- og viðskiptanefnd: Pétur H. Blöndal formaður og Dagný Jónsdóttir varaformaður.

Félagsmálanefnd: Siv Friðleifsdóttir formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður.

Fjárlaganefnd: Magnús Stefánsson formaður og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður.

Heilbrigðis- og trygginganefnd: Jónína Bjartmarz formaður og Ásta Möller varaformaður.

Iðnaðarnefnd: Birkir J. Jónsson formaður og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður.

Landbúnaðarnefnd: Drífa Hjartardóttir formaður og Magnús Stefánsson varaformaður.

Menntamálanefnd: Sigurður Kári Kristjánsson formaður og Dagný Jónsdóttir varaformaður.

Samgöngunefnd: Guðmundur Hallvarðsson formaður og Hjálmar Árnason varaformaður.

Sjávarútvegsnefnd: Guðjón Hjörleifsson formaður og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður.

Umhverfisnefnd: Guðlaugur Þór Þórðarson formaður og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður.

Utanríkismálanefnd: Halldór Blöndal formaður og Siv Friðleifsdóttir varaformaður.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins: Ásta Möller formaður og Hjálmar Árnason varaformaður.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins: Birgir Ármannsson formaður og Siv Friðleifsdóttir varaformaður.

Íslandsdeild NATO-þingsins: Össur Skarphéðinsson formaður og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs: Jónína Bjartmarz formaður og Drífa Hjartardóttir varaformaður.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins: Halldór Blöndal formaður og Hjálmar Árnason varaformaður.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA: Guðlaugur Þór Þórðarson formaður og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál: Sigurður Kári Kristjánsson formaður og Magnús Stefánsson varaformaður.

Íslandsdeild þings Vestur-Evrópusambandsins: Guðjón Hjörleifsson formaður og Gunnar Örlygsson varaformaður.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu: Pétur H. Blöndal formaður og Dagný Jónsdóttir varaformaður.


Tilkynning um stjórnir þingflokka.

[15:03]

Forseti tilkynnti að borist hefðu tilkynningar um stjórnir þingflokka á þessu þingi:

Þingflokkur framsóknarmanna: Hjálmar Árnason formaður, Magnús Stefánsson varaformaður og Dagný Jónsdóttir ritari.

Þingflokkur Frjálslynda flokksins: Magnús Þór Hafsteinsson formaður, Sigurjón Þórðarson varaformaður og Guðjón A. Kristjánsson ritari.

Þingflokkur Samfylkingarinnar: Margrét Frímannsdóttir formaður, Kristján L. Möller varaformaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir ritari.

Þingflokkur sjálfstæðismanna: Arnbjörg Sveinsdóttir formaður, Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður og Drífa Hjartardóttir ritari.

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs: Ögmundur Jónasson formaður, Þuríður Backman varaformaður og Kolbrún Halldórsdóttir ritari.

[15:05]

Útbýting þingskjala:


Umræða um sameiningu sveitarfélaga.

[15:07]

Forseti greindi frá því að borist hefðu óskir frá fjórum hv. alþingismönnum um að fram færu umræður utan dagskrár um niðurstöður sameiningarkosninga sveitarfélaga. Forseti hefði því haft frumkvæði að því að hæstv. félagsmálaráðherra hæfi umræðu um málið.


Athugasemdir um störf þingsins.

Sameiningarkosningar sveitarfélaga.

[15:09]

Málshefjandi var félagsmálaráðherra Árni Magnússon.


Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa.


Vaxtahækkun Seðlabankans.

[15:31]

Spyrjandi var Kristján L. Möller.


Aðgangur að gögnum einkavæðingarnefndar.

[15:36]

Spyrjandi var Steingrímur J. Sigfússon.


Lækkun matarskatts.

[15:46]

Spyrjandi var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


Meiðyrðalöggjöf og Lugano-samningurinn.

[15:56]

Spyrjandi var Björgvin G. Sigurðsson.


Fjárlög 2006, frh. 1. umr.

Stjfrv., 1. mál. --- Þskj. 1.

[16:01]


Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., frh. 1. umr.

Stjfrv., 3. mál. --- Þskj. 3.

[16:02]

[17:04]

Útbýting þingskjala:

[18:50]

Útbýting þingskjala:

[19:45]

Útbýting þingskjala:

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.

Fundi slitið kl. 21:09.

---------------