Fundargerð 132. þingi, 125. fundi, boðaður 2006-06-03 23:59, stóð 16:16:49 til 16:27:53 gert 7 9:28
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

125. FUNDUR

laugardaginn 3. júní,

að loknum 124. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[16:18]


Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra varamanna í kjararáð frá 1. júlí 2006, til fjögurra ára, skv. 2. gr. nýsamþykktra laga um kjararáð.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Jónas Þór Guðmundsson lögmaður (A),

Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur (B),

Kristinn Hallgrímsson lögmaður (A).

Varamenn:

Eva Dís Pálmadóttir lögmaður (A),

Svanhildur Kaaber skrifstofustjóri (B),

Ása Ólafsdóttir lögmaður (A).


Veiting ríkisborgararéttar, 3. umr.

Frv. allshn., 809. mál. --- Þskj. 1409.

Enginn tók til máls.

[16:19]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1524).


Mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn, 3. umr.

Stjfrv., 620. mál (heildarlög, EES-reglur). --- Þskj. 1495.

Enginn tók til máls.

[16:20]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1525).


Flugmálastjórn Íslands, 3. umr.

Stjfrv., 707. mál (heildarlög). --- Þskj. 1043.

Enginn tók til máls.

[16:21]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1526).


Stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, 3. umr.

Stjfrv., 708. mál. --- Þskj. 1523.

Enginn tók til máls.

[16:21]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1527).


Þingfrestun.

[16:22]

Forseti þakkaði alþingismönnum fyrir samstarfið á þinginu.

Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurk., færði forseta þakkir þingmanna fyrir forsetastörf.

Forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson las bréf handhafa forsetavalds um frestun á fundum Alþingis.

Fundi slitið kl. 16:27.

---------------