Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 343. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 493  —  343. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Bragason og Inga Val Jóhannesson frá félagsmálaráðuneyti, Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigurð Árnason frá varasjóði húsnæðismála.
    Með frumvarpinu er gerð tillaga um breytingu á útreikningi rekstrarframlaga til sveitarfélaga vegna hallareksturs í félagslega íbúðakerfinu. Þannig verður framlag reiknað út með hliðsjón af tekjumöguleikum og nýtingu tekjustofna sveitarfélags. Þá er lagt til að rammasamkomulag ríkis og sveitarfélaga verði framlengt um þrjú ár, til og með 2009. Auk þess verði ráðgjafarnefnd varasjóðs húsnæðismála heimilt að ganga á eigið fé varasjóðs viðbótarlána annars vegar í þeim tilgangi að hækkra rekstarframlög til sveitarfélaga sem glíma við hallarekstur á félagslegum íbúðum í þeirra eigu eða félaga sem eru að fullu í eigu þeirra og hins vegar fái sveitarfélög aðstoð við að fækka þessum íbúðum með því að selja þær eða úrelda.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson, Magnús Þór Hafsteinsson og Valdimar L. Friðriksson skrifa undir álitið með fyrirvara.
    Steingrímur J. Sigfússon sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu, með fyrirvara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 5. des. 2005.



Siv Friðleifsdóttir,


form., frsm.


Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.



Bjarni Benediktsson.


Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.


Pétur H. Blöndal.



Magnús Þór Hafsteinsson,


með fyrirvara.


Birkir J. Jónsson.


Valdimar L. Friðriksson,


með fyrirvara.