Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 312. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 541  —  312. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um dýravernd, nr. 15/1994.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór Runólfsson yfirdýralækni og Sigrúnu Ágústsdóttur frá umhverfisráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að lagt verði bann við prófun snyrtivara á lifandi dýrum og er þannig innleidd tilskipun Evrópusambandsins 2003/15/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um samræmingu ákvæða í lögum aðildarríkjanna varðandi snyrtivörur.
    Nefndin vill leggja áherslu á að flýtt verði vinnu sem snertir skipulagningu dýraverndunarmála með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu í tengslum við málaflokkinn og að skoðað verði að málefni dýraverndar heyri undir eitt ráðuneyti.
    Sigurjón Þórðarson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.
    Nefndin gerir tillögu um að svokallað innleiðingarákvæði bætist við frumvarpið.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindri breytingu sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.


Alþingi, 6. des. 2005.



Guðlaugur Þór Þórðarson,


form., frsm.


Ásta R. Jóhannesdóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.




Ásta Möller.


Mörður Árnason.


Kjartan Ólafsson.



Kolbrún Halldórsdóttir.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Rannveig Guðmundsdóttir.