Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 3. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 546  —  3. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

Frá Magnúsi Stefánssyni.



    Við 5. gr. Á undan orðinu „sprotafyrirtækjum “ í 1. og 2. mgr. komi: nýsköpunar- og.

Greinargerð.


    Lögð er til orðalagsbreyting þar sem orðunum „nýsköpunar- og“ er bætt framan við orðið „sprotafyrirtækjum “ í 1. og 2. mgr. 5. gr. frumvarpsins. Með þessari breytingu er stjórn Nýsköpunarsjóðs gefið svigrúm til að nota hið aukna fjármagn ekki eingöngu til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum eins og þau eru skilgreind í athugasemdum við frumvarpið heldur einnig í nýsköpunarfyrirtækjum í víðari skilningi. Ekki er æskilegt að skilyrða fjármögnunina meira en gildandi lög um Nýsköpunarsjóð kveða á um og því er þessi breyting lögð til.