Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 417. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 653  —  417. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (LB, JóhS, JGunn, ÖJ).


    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    Við lögin bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
    Þrátt fyrir úrskurð Kjaradóms frá 19. desember 2005 skal hann ekki koma til framkvæmda frá og með 1. febrúar 2006 til 1. júní sama ár. Á þeim tíma er Kjaradómi einnig óheimilt að kveða upp úrskurði um launakjör.
    Fjármálaráðherra skal skipa nefnd, m.a. með fulltrúum allra þingflokka á Alþingi. Hún skal endurskoða fyrirkomulag á launakjörum þeirra sem taka laun samkvæmt úrskurðum Kjaradóms og kjaranefndar. Nefndin skili tillögum í formi lagafrumvarps sem lagt verði fyrir Alþingi eigi síðar en 15. mars 2006. Í tillögunum skal m.a. kveðið á um almennar forsendur sem leggja skal til grundvallar þegar kveðið er á um launakjör þeirra sem lögin taka til.
    Úrskurð samkvæmt nýjum lögum skal kveða upp fyrir 1. júní nk. Skal hann gilda frá og með 1. febrúar 2006.