Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 342. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1008  —  342. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um umhverfismat áætlana.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
             Markmið laga þessara er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt að stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Það skal gert með umhverfismati tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana stjórnvalda sem líklegt er að hafi í för með sér veruleg áhrif á umhverfið.
     2.      Við 2. tölul. 2. gr. Á eftir orðinu „Áætlun“ komi: stjórnvalds.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á varnarsvæðum fer utanríkisráðherra með lögsögu samkvæmt lögum um yfirstjórn mála á varnarsvæðum.
                  b.      Á eftir orðunum „Hlutverk Skipulagsstofnunar“ í 2. mgr. komi: samkvæmt lögum þessum.
                  c.      Heiti greinarinnar verði: Yfirstjórn.
     4.      Við 4. gr. Heiti greinarinnar verði: Gildissvið.
     5.      Röð greinanna breytist þannig að 3. gr. verði 4. gr. og 4. gr. verði 3. gr.
     6.      Við 5. gr. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: og kostnaði af gerð þess.
     7.      Við 6. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Þá skal í umhverfisskýrslu koma fram að hve miklu leyti betur á við að fjalla um tiltekin umhverfisáhrif á síðari stigum áætlanagerðar til að forðast endurtekningar sama mats.
                  b.      C-liður 2. mgr. orðist svo: lýsing á þeim umhverfisþáttum sem líklegt er að verði fyrir verulegum áhrifum af framkvæmd áætlunarinnar.
                  c.      H-liður 2. mgr. orðist svo: yfirlit yfir ástæður þess að kostirnir, sem um er að ræða, voru valdir og lýsing á því hvernig matið fór fram, þ.m.t. um erfiðleika, svo sem tæknilega erfiðleika og skort á upplýsingum eða þekkingu við að taka saman þær upplýsingar sem krafist var.
                  d.      I-liður 2. mgr. orðist svo: hvernig hagað skuli vöktun vegna líklegra verulegra umhverfisáhrifa af framkvæmd áætlunar komi hún eða einstakir þættir hennar til framkvæmda.
     8.      Við 7. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „afgreidd“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: af viðkomandi stjórnvaldi.
                  b.      Í stað orðanna „á netinu“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: á heimasíðu Skipulagsstofnunar eða framkvæmdaaðila.
     9.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
             Sé talið líklegt að áætlun hafi veruleg umhverfisáhrif á önnur ríki, eða ef annað ríki telur líklegt að það verði fyrir verulegum áhrifum af áætlun sem unnið er að og fer fram á það, skal umhverfisráðherra sjá til þess að kynna viðkomandi ríki tillögu að áætlun og umhverfisskýrslu hennar og leita eftir áliti þess innan hæfilegs frests.
     10.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „vera varðveitt“ í 2. mgr. komi: skulu þau varðveitt.
                  b.      C-liður 2. mgr. 9. gr. orðist svo: Hvernig hagað skuli vöktun vegna líklegra verulegra umhverfisáhrifa af framkvæmd áætlunar komi hún eða einstakir þættir hennar til framkvæmda.
     11.      Við 10. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður orðist svo: Þegar metið er hvort líklegt er að umhverfisáhrif skipulags- og framkvæmdaáætlana verði veruleg skal taka mið af eftirfarandi viðmiðum.
                  b.      Í stað orðanna „og fjölda fólks sem er líklegt til að verða fyrir áhrifum“ í 5. tölul. b- liðar komi: og fjölda fólks sem líklegt er að verði fyrir áhrifum.
12. Við 13. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Ákvæði laga þessara taka einnig til þeirra skipulags- og framkvæmdaáætlana sem hafin er vinna við fyrir gildistöku laga þessara hljóti þær endanlega afgreiðslu eftir 21. júlí 2006.