Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 210. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1158  —  210. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið jákvæðar umsagnir um það frá Bændasamtökum Íslands og Landssambandi kúabænda.
    Með frumvarpinu er lagt til að innlausnarfrestur verði 4 vikur við nauðungarsölu óskilapenings, svo sem hrossa og nautgripa, í stað 12 vikna innlausnarfrests eins og nú er áskilið. Eigendum hrossa og nautgripa er nú gert skylt að örmerkja eða frostmerkja hross, sbr. reglugerð nr. 289/2005, um merkingar búfjár, og telur nefndin því tímabært að innlausnarfresturinn verði styttur í 4 vikur eins og mælt er fyrir um í frumvarpinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Anna Kristín Gunnarsdóttir, Gunnar Örlygsson og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. apríl 2006.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Guðmundur Hallvarðsson.



Jón Bjarnason.


Guðjón Ólafur Jónsson.


Valdimar L. Friðriksson.