Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 404. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1165  —  404. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum (opinber hlutafélög).

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ISG, MF).



     1.      Efnismálsliður 1. gr. orðist svo: Opinbert hlutafélag merkir í lögum þessum félag sem íslenska ríkið eða sveitarfélag hefur sömu tengsl við og móðurfélag hefur við dótturfélag, sbr. 1. mgr. 2. gr.
     2.      Efnismálsliður 2. gr. orðist svo: Í opinberum hlutafélögum þar sem fulltrúar íslenska ríkisins eða sveitarfélaga, eins eða fleiri, skipa meiri hluta stjórnarmanna skal hlutfall kynja í stjórn vera sem jafnast og þar sem því verður við komið skal hvort kyn um sig ekki vera undir 40% stjórnarmanna.
     3.      Efnismálsgrein 5. gr. orðist svo:
             Kjörnum fulltrúum eigenda, þingmönnum ef ríkið er eigandi og viðkomandi sveitarstjórnarmönnum ef sveitarfélag er eigandi, er heimilt að sækja hluthafafund í opinberu hlutafélagi og taka þar til máls. Fulltrúum fjölmiðla er heimilt að sækja aðalfund opinbers hlutafélags.
     4.      Við 8. gr. bætast fimm nýir málsliðir, svohljóðandi: Í opinberu hlutafélagi skal félagsstjórn og framkvæmdastjóri veita þeim ráðherra sem fer með hlut ríkisins, eða framkvæmdastjóra sveitarfélags þar sem það á við, upplýsingar um starfsemi félagsins verði eftir því leitað. Beiðni um upplýsingar skal beina til félagsstjórnar og skal hún vera skrifleg. Réttur til upplýsinga samkvæmt þessari málsgrein skal vera sambærilegur og kveðið er á um í upplýsingalögum en undanskilja má upplýsingar sem varða samkeppnisrekstur félagsins. Telji félagsstjórn að upplýsingar varði samkeppnisrekstur félagsins skal hún beina fyrirspurn þess efnis til Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið skal gefa umsögn um fyrirspurn innan sjö daga frá því að henni var beint til stofnunarinnar.