Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 686. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1218  —  686. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2005, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



         Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur frá utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 102/2005 frá 8. júlí 2005, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/77/EB frá 27. september 2001 um að auka framleiðslu rafmagns með endurnýjanlegum orkugjöfum til notkunar á innri raforkumarkaði.
    Markmið gerðarinnar er að hvetja til frekari notkunar á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum og er gert ráð fyrir að EES-ríkin setji sér markmið um að auka slíka raforkuframleiðslu.
    Innleiðing gerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 19. apríl 2006.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Drífa Hjartardóttir.



Jón Gunnarsson.


Bjarni Benediktsson.