Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 623. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1237  —  623. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur og Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Grant Thornton endurskoðun ehf., Landssamtökum lífeyrissjóða, Viðskiptaráði Íslands og Fjármálaeftirlitinu.
    Með frumvarpinu eru lagðar til tvær meginbreytingar á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Annars vegar er lagt til að samlagshlutafélag teljist ekki sjálfstæður skattaðili nema eftir því sé sérstaklega óskað við skráningu og hins vegar að kveðið verði skýrar á um það að lífeyrissjóðir séu undanþegnir greiðslu tekjuskatts. Samhliða frumvarpi þessu hefur verið lagt fram af hálfu viðskiptaráðherra frumvarp til breytinga á lögum um hlutafélög (684. mál) varðandi samlagshlutafélög og er það til meðferðar í nefndinni.
    Nauðsynlegt er að gera smávægilega breytingu á 1. málsl. 4. mgr. 71. gr. laganna er lýtur að tilvísun í töluliði og leiðir af 2. gr. frumvarpsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Í stað „og 6. tölul.“ í 1. málsl. 4. mgr. 71. gr. laganna kemur: 6. og 7. tölul.

Alþingi, 2. maí 2006.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



Guðjón Ólafur Jónsson.


Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Ásta Möller.


Ögmundur Jónasson.


Lúðvík Bergvinsson.