Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 793. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1252  —  793. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

Frá Atla Gíslasyni, Ögmundi Jónassyni, Steingrími J. Sigfússyni,
Jóni Bjarnasyni og Þuríði Backman.


     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                      Í stað „3.721.542 kr.“ í 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna kemur: 5.225.045 kr., og í stað „6.169.097 kr.“ í sömu málsgrein kemur: 8.661.412 kr.
     2.      2. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi. 1. gr. kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 2006 vegna tekjuársins 2005. 2. gr. kemur til framkvæmda við álagningu á árunum 2006, 2007, 2008 og 2009 á tekjur rekstraráranna 2005, 2006, 2007 og 2008.