Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 709. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1311  —  709. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lögum um lausafjárkaup, lögum um þjónustukaup og lögum um neytendakaup.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Atla Frey Guðmundsson frá viðskiptaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Viðskiptaráði Íslands, SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu og Neytendasamtökunum.
    Markmiðið með frumvarpinu er að kveða varanlega á um kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa í lögum nr. 50/2000, um lausafjárkaup, lögum nr. 42/2000, um þjónustukaup, og lögum nr. 48/2003, um neytendakaup.
    Í ákvæðum til bráðabirgða, sem falla brott verði frumvarp þetta samþykkt, kemur fram að kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Í frumvarpi þessu er ekki að finna samsvarandi ákvæði um greiðslu úr ríkissjóði. Það er því skilningur nefndarinnar að þeir sem leita munu til nefndarinnar standi straum af þeim kostnaði sem af henni hlýst en ekki hinn almenni skattgreiðandi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Lúðvík Bergvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi við afgreiðslu þess og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 30. maí 2006.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Ásta Möller.


Ögmundur Jónasson.