Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 710. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1335  —  710. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um kjararáð.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      1. mgr. 4. gr. orðist svo:
             Kjararáð skipað þremur mönnum ákveður laun og starfskjör ríkisstarfsmanna sem ekki falla undir 3. gr. og svo er háttað um að laun þeirra og starfskjör geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu, sbr. 1. gr. Þetta ákvæði á ekki við um lögreglumenn, tollverði og fangaverði, sbr. 39. gr. laga nr. 70/ 1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
     2.      4. mgr. 9. gr. orðist svo:
             Kjararáð skal meta og taka tillit til kvaða sem störfunum fylgja, svo og hlunninda og réttinda sem tengjast embætti og launum, svo sem lífeyrisréttinda og ráðningarkjara.
     3.      2. mgr. 10. gr. orðist svo:
             Eigi sjaldnar en árlega skal kjararáð meta hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem það ákveður. Kjararáð getur þó ákveðið að stefnumarkandi ákvarðanir um innbyrðis launahlutföll og heildarstarfskjör á ákvörðunarsviði ráðsins séu teknar sjaldnar, til dæmis þriðja eða fjórða hvert ár.