Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 742. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1341  —  742. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um atvinnuleysistryggingar.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 6. gr. 1. mgr. orðist svo:
                      Félagsmálaráðherra skipar níu manna stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs að fengnum tilnefningum til fjögurra ára í senn. Tveir stjórnarmenn skulu tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands, einn tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, einn tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, einn tilnefndur af fjármálaráðuneyti, einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tveir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Tilnefna skal jafnmarga fulltrúa til vara. Ráðherra skipar einn stjórnarmann án tilnefningar og skal hann vera formaður stjórnar sjóðsins. Varamaður formanns stjórnarinnar skal skipaður með sama hætti og skal hann vera varaformaður.
     2.      Við 8. gr. Í stað orðsins „rekstraráætlanir“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: áætlanir.
     3.      Við 9. gr. Á eftir orðinu „vottorð“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: fyrrverandi.
     4.      Við 13. gr. Á eftir orðinu „vottorð“ í f-lið 1. mgr. komi: fyrrverandi.
     5.      Við 14. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „greitt er“ í b-lið 1. mgr. komi: fyrir.
                  b.      Í stað orðsins „tengdum“ í 4. mgr. komi: sem tengjast.
     6.      Við 16. gr. Á eftir orðinu „vottorð“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: fyrrverandi.
     7.      Við 37. gr. Í stað „6%“ í 1. mgr. komi: 8%.
     8.      Í stað orðanna „virkum dögum liðnum“ í fyrri málslið 1. mgr. 54. gr., fyrri málslið 1. mgr. 55. gr., fyrri málslið 1. mgr. 56. gr., fyrri málslið 1. mgr. 57. gr., 1. mgr. 58. gr. og fyrri málslið 1. mgr. 59. gr. komi: dögum liðnum, sem ella hefðu verið greiddar bætur fyrir.
     9.      Við 55. gr. Í stað orðanna „d-lið 3. gr.“ í 1. mgr. komi: c-lið 3. gr.
     10.      Við 57. gr. Í stað orðsins „tengdum“ í 4. mgr. komi: sem tengjast.
     11.      Við 61. gr.
                  a.      Í stað orðanna „biðtíma skv. 54. og 55. gr. hafa“ í 2. mgr. komi: biðtími skv. 54. og 55. gr. hefur.
                  b.      Í stað orðanna „að því er hann varðar“ í 3. mgr. komi: um.
     12.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 37. gr. um 8% mótframlag Atvinnuleysistryggingasjóðs í lífeyrissjóð verður mótframlag sjóðsins 7% til 31. desember 2006.