Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 731. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1403  —  731. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

Frá minni hluta iðnaðarnefndar.



    Minni hluti nefndarinnar mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru af meiri hlutanum við afgreiðslu málsins úr nefnd til annarrar umræðu. Haldinn var fundur utan hefðbundins fundartíma og var það skilningur minni hlutans að til þess fundar væri boðað til þess að ljúka móttöku gesta áður en efnisleg umræða hæfist um málið í nefndinni. Þegar síðasti gesturinn hafði kvatt kynnti formaður nefndarinnar breytingartillögur frá meiri hlutanum og tilkynnti nefndarmönnum að málið yrði afgreitt úr nefnd þennan sama dag. Óskuðu fulltrúar minni hlutans þá eftir því að fá að kalla nokkra aðila fyrir nefndina aftur til að ræða breytingartillögurnar en þeirri ósk var hafnað af formanni nefndarinnar. Telur minni hlutinn þessi vinnubrögð ámælisverð af því að það er hlutverk þingnefnda að fara vel yfir mál áður en þau eru afgreidd til umræðu. Ljóst er að nánast allir umsagnaraðilar settu fram verulega gagnrýni á frumvarpið og fjölmargir þeirra óskuðu eftir því að málið yrði ekki afgreitt á þessu þingi sökum þess hversu gallað það væri. Við þessari ósk varð meiri hlutinn ekki heldur kaus að afgreiða það úr nefndinni með hraði og í ósamkomulagi við aðra nefndarmenn.
    Við yfirferð nefndarinnar hafa komið fram verulegar athugasemdir við frumvarp þetta. Nánast allir gestir sem komið hafa fyrir nefndina hafa gagnrýnt málið harðlega, sem og þeir sem hafa sent nefndinni umsagnir. Minni hlutinn hefur í störfum nefndarinnar einnig gert grein fyrir verulegum efasemdum um að stigið sé heillavænlegt skref með því að steypa saman Byggðastofnun og rannsóknaraðilum, auk þriggja sjóða í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þá telur minni hlutinn það einkennilegt að ekki skuli vera nein skilgreind kjarnastarfsemi hjá stofnunni en skv. 2. gr. frumvarpsins getur Nýsköpunarmiðstöðin „úthýst“ allri starfsemi sinni. Það undirstrikar enn frekar á hversu veikum grunni frumvarpið er byggt og hversu óljós markmið stofnunarinnar eru. Minni hlutinn er andsnúinn frumvarpinu eins og það er sett fram, telur að málið sé vanreifað og leggur til að því verði vísað frá og það unnið á ný frá grunni.

Forsaga málsins.
    Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu var í rúmt ár unnið skipulega að því að sameina Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnun. Í september á síðasta ári var þeirri vinnu lokið. Á þeim tíma sem leið frá því að þeirri vinnu lauk og þar til frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands kom fram hefur Byggðastofnun og þrír sjóðir, Byggðasjóður, Tækniþróunarsjóður og Tryggingarsjóður útflutnings, verið tekin með í fyrirhugaða sameiningu án nokkurra skýringa. Í viðtölum iðnaðarnefndar við þá gesti sem komu frá áður nefndum rannsóknastofnunum kom fram að ekkert samráð var haft við þá sem unnu að sameiningu þessara tveggja stofnana þegar sú ákvörðun var tekin að hafa sjóðina og Byggðastofnun með í sameiningunni. Í ljós kom einnig að enginn þeirra gesta sem til nefndarinnar komu hafði nokkra vitneskju um annað en að einungis stæði til að sameina rannsóknastofnanirnar tvær. Þessi viðbót virðist því hafa dottið af himnum ofan og gerbreytir öllum forsendum sameiningarinnar. Minni hlutinn undrast þessi vinnubrögð og vandséð er hvað fyrir ráðherra og meiri hlutanum vakir.

Samráð nauðsynlegt.
    Það er skoðun minni hlutans að efla þurfi tæknirannsóknir og stuðning við nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Það er þó alveg ljóst að slíkt verður að gera í samráði við þá aðila sem munu nýta sér stuðning ríkisvaldsins svo almennilegt gagn verði að. Það kom skýrt fram í vinnu nefndarinnar að enginn þeirra gesta eða umsagnaraðila sem starfa að byggðamálum, við rannsóknir eða hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sá neitt í þessu frumvarpi sem styrkti aðkomu ríkisvaldsins að þessum efnum umfram núverandi fyrirkomulag. Þvert á móti komu fram verulegar áhyggjur af því að verði frumvarpið að lögum gæti það haft slæm áhrif á þróun þessara mála. Þó ber að nefna að allgóð sátt virtist vera orðin um fyrirhugaða sameiningu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnunar Íslands. Enda hafði verið vandað til undirbúnings hennar, eins og áður er getið. Minni hlutinn telur að miklir kostir geti falist í því að byggja upp öflugar rannsóknareiningar sem eru í góðum tengslum við háskóla landsins og að byggja beri upp öflugar rannsóknareiningar þvert á ráðuneyti og í samræmi við atvinnulífið. Því er það miður að málið sé komið í þennan umdeilda farveg.

Engin stjórn – pólitískt skipaður forstjóri.
    Minni hlutinn gagnrýnir það stjórnskipulag sem stofnunni er ætlað. Samkvæmt frumvarpinu skipar iðnaðarráðherra forstjóra sem fer með öll völd án þess að stjórn sé skipuð yfir stofnuninni. Er hér um beina pólitíska stjórnun á stofnuninni að ræða. Var þetta gagnrýnt af nokkrum umsagnaraðilum og gestum sem fyrir nefndina komu. Lýstu gestir undrun sinni á því að ekki væri fagleg stjórn yfir slíkri stofnun þar sem atvinnulífið og háskólarnir skipuðu fulltrúa sína. Pólitísk stjórn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er því afar óheppileg og getur gert stofnunina ótrúverðuga en þar eiga að fara fram óháðar rannsóknir. Þetta fyrirkomulag er í engu samræmi við nútímalega stjórnunarhætti rannsóknastofnana. Athyglisvert er að ekkert skipurit er til fyrir hina væntanlegu stofnun og líklega er miklum erfiðleikum bundið að setja slíkt skipurit upp.

Byggðastofnun lögð niður – hlutur byggðamála óljós.
    Minni hlutinn telur að sá hluti sem snýr að byggðamálum sé óljós og illa komið fyrir í frumvarpinu. Minni hlutinn er andvígur þeirri leið sem farin er í frumvarpinu þar sem málefnum sem snúa beint að byggðaþróun og stuðningi við dreifðari byggðir landsins er blandað saman við uppbyggingu rannsókna og nýsköpunarstarf sem heyra undir iðnaðarráðuneytið og öllu steypt saman í eina stofnun. Byggðamál eru þverfagleg og snýr byggðaþróun að mun fleiri þáttum en eingöngu þróun atvinnumála á sviðum nýsköpunar og tæknirannsókna. Minni hlutinn telur að farin sé vafasöm krókaleið að því að leggja niður Byggðastofnun með frumvarpi þessu og afar óljóst hvernig verkefnum hennar verður komið fyrir í nýrri stofnun. Minni hlutinn telur alveg ljóst að skýr teikn séu á lofti um að báðar þær stoðir sem gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu, þ.e. tæknirannsóknir og nýsköpun annars vegar og byggðamál hins vegar, muni veikjast verulega vegna þessarar ráðstöfunar og því sé ekki rétt að steypa þeim saman. Mikil hætta er á því að upp komi veruleg togstreita milli þeirra ólíku hlutverka sem stofnuninni eru ætlaðar. Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar í byggðamálum verður ekki leyst með því að leggja niður Byggðastofnun, svo sem sem hér er gert ráð fyrir.
    Fjölmargir aðilar sem fyrir nefndina komu og sendu inn umsagnir lýstu andstöðu sinni og verulegum efasemdum um að rétt væri að steypa Byggðastofnun inn í sameiningu rannsóknastofnanna tveggja svo sem gert er í frumvarpinu. Má þar m.a. nefna: Eyþing – samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stjórn Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Alþýðusamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, stjórn Tæknifræðingafélags Íslands, stjórn Verkfræðingafélags Íslands og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.
    Í umsögnum lýstu jafnframt fjölmargir þeirri skoðun sinni að sá hluti frumvarpins sem snýr að starfsemi Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins væri skilmerkilegur en staða byggðamála í hinni nýju stofnun væri óljós. Undir þetta tekur minni hlutinn, frumvarpið ber þess skýr merki að málefnum byggðastofnunar var skellt með fljótfærnislegum og vanhugsuðum hætti inn í áður tilbúið og óskylt mál, þ.e. sameiningu rannsóknastofnana. Staða byggðamálanna innan stofnunarinnar og framkvæmd byggðaverkefna er með öllu óljós.

Atvinnuþróunarfélögin.
    Aðkoma Nýsköpunarmiðstöðvar að starfsemi atvinnuþróunarfélaga sem rekin eru víða um land er óskýr í þessu frumvarpi. Er hér um að ræða eitt þeirra hlutverka sem Byggðastofnun hefur haft með höndum og ekki hefur verið hugsað fyrir í óðagotinu við að leggja stofnunina niður. Atvinnuþróunarfélögin hafa að hluta verið fjármögnuð með samstarfssamningum við Byggðastofnun en ekkert er getið um hvað verður um þá samninga þegar hún verður lögð niður. Atvinnuþróunarfélögin gegna mikilvægu hlutverki fyrir landsbyggðina og mikilvægt að tryggja þeim fjármagn. Þá er í frumvarpinu einungis getið um að samráð skuli haft við atvinnuþróunarfélög um staðbundna starfsemi en ekki hvernig samstarfi þeirra og Nýsköpunarmiðstöðvar skuli háttað að öðru leyti.

Ólík hlutverk.
    Minni hlutinn telur það afar óheppilegt hvernig áðurnefndum samkeppnissjóðum er komið fyrir samkvæmt frumvarpinu. Hýsa á sjóðina hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en samt skulu sérstakar stjórnir skipaðar yfir sjóðunum. Þetta fyrirkomulag er afar gagnrýnisvert af því að það er augljóst að séu samkeppnissjóðir hýstir undir sama þaki og rannsóknaraðilar sem sækja í sjóðina með sama hætti og rannsóknaraðilar utan stofnunarinnar getur skapast mikil tortryggni um úthlutanir sjóðanna. Gæti þetta valdið stofnunni mikinn ímyndarvanda og gert hlutverk hennar enn óskýrara. Samkvæmt breytingartillögum meiri hluta iðnaðarnefndar er Tækniþróunarsjóður tekinn út úr stofnuninni og er það vel. Engu að síður eru enn tveir sjóðir eftir innan stofnunarinnar, Byggðasjóður og Tryggingarsjóður útflutnings, verði frumvarpið að lögum.

Takmörkuð úrræði Byggðasjóðs.
    Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að takmarka eigi heimildir Byggðasjóðs við að veita ábyrgðir á lán til starfsemi á landsbyggðinni. Í 6. gr. frumvarpsins kemur fram að einungis eigi að veita ábyrgðir á lán til endurnýjunar, þróunar, nýsköpunar, eigendaskipta, stofnunar fyrirtækja og fjárfestinga. Minni hlutinn telur að með þessu séu skertir möguleikar fyrirtækja á landsbyggðinni og alveg ljóst að þrengt sé verulega að aðgengi margra fyrirtækja, svo sem í sjávarútvegi, að þolinmóðu fjármagni. Byggðasjóður mun því ekki hafa möguleika á því að bregðast við byggðaþróun með beinum aðgerðum verði þetta frumvarp að lögum. Minni hlutinn telur heppilegra að fara fjölbreyttar leiðir í stuðningi við byggðir landsins í stað þess að einskorða heimildir sjóðsins við ábyrgðir á lán frá lánastofnunum.

Tækniþróunarsjóður – stuðningur við sprotafyrirtæki.
    Minni hlutinn leggur áherslu á að veitt verði verulega aukið fé til Tækniþróunarsjóðs og hann efldur til muna frá því sem nú er. Þá vill minni hlutinn vekja athygli á því að fram kom í störfum nefndarinnar að úthlutanir til fyrirtækja úr sjóðnum eru einungis u.þ.b 16% en u.þ.b 84% fara til rannsóknastofnana ríkisins og háskólanna. Það er því alveg ljóst að efla verður stuðning við fyrirtæki sem stunda þróunar- og rannsóknarstarf. Margar leiðir eru færar í því sambandi og má þar m.a. nefna endurgreiðslur á rannsóknarkostnaði fyrirtækja. Það hefur verið gert með afar áhrifaríkum hætti, t.d. í Kanada og Noregi. Minni hlutinn leggur áherslu á að fyrirtæki á þessu sviði séu studd á þeim árum sem þau eru að byggjast upp. Miðað hefur verið við að það taki sprotafyrirtæki 10–15 ár að komast á legg. Þessi ár geta verið fyrirtækjunum verulega erfið á meðan uppbyggingin hvílir á þróuninni og hagstætt skattaumhverfi gagnast þeim ekki. Íslenskt atvinnulíf er því í varnarbaráttu til að missa þessi fyrirtæki ekki til landa þar sem umhverfi er þessum fyrirtækjum hagstæðara. Slík þróun yrði íslensku samfélagi afar þungbær og hefði mjög slæm áhrif á fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og á atvinnutækifæri hér á landi.

Minni hlutinn leggur til frávísun.
    Mat minni hlutans er að þær breytingartillögur sem meiri hlutinn leggur til gangi hvergi nærri nógu langt í ljósi hinnar miklu gagnrýni sem fram hefur komið á frumvarpið og þær séu því ekki til þess fallnar að skapa sátt um málið. Slíkar breytingartillögur eru einungis plástur á meingallað frumvarp þar sem nálgunin er í grundvallaratriðum röng.
    Til viðbótar því sem nefnt er hér að framan er ýmsu fleiru ábótavant í frumvarpinu og vísar minni hlutinn í meðfylgjandi umsagnir þar að lútandi.
    Að lokinni móttöku gesta til nefndarinnar og eftir yfirferð umsagna er niðurstaða minni hlutans sú að hvorki byggðamálum né nýsköpunarmálum sé veittur nægur styrkur með fyrirhugaðri sameiningu. Því beri að fara ítarlega yfir málið í heild í samráði við þá aðila sem málið varðar.
    Minni hlutinn leggur til að málinu verði vísað frá með svofelldri

RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ:


    Þar sem færð hafa verið gild rök fyrir því að:
     a.      málið sé vanreifað þar sem ekki hafa verið færð gild rök fyrir því að taka Byggðastofnun, Byggðasjóð og Tryggingasjóð útflutnings með við sameiningu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnunar Íslands,
     b.      ekki liggi fyrir hvað verði um önnur verkefni Byggðastofnunar en þau sem snúa að ábyrgðum lána þannig að ekki er ljóst hvernig styðja eigi atvinnustarfsemi í dreifðari byggðum landsins,
     c.      frumvarpið nær ekki þeim tilgangi sínum að efla stuðning við rannsóknir og þróun né heldur að auka stuðning við nýsköpunar- og sprotafyrirtæki og sporna þannig við flutningi þeirra úr landi, sem hefði veruleg áhrif á atvinnutækifæri hér á landi til framtíðar,
samþykkir Alþingi að vísa málinu frá og taka fyrir næsta mál á dagskrá.

    Steingrímur J. Sigfússon, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 2. júní 2006.



Katrín Júlíusdóttir,


frsm.


Helgi Hjörvar.


Jóhann Ársælsson.



Sigurjón Þórðarson.






Fylgiskjal I.

Umsögn frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.
(24. apríl 2006.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.

Umsögn frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.

Umsögn frá verkfræðingum hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IV.

Umsögn frá Reykjavíkurborg.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal V.

Umsögn frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VI.

Umsögn frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VII.

Umsögn frá Byggðastofnun.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VIII.

Umsögn frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IX.

Umsögn frá verkfræðingum á Iðntæknistofnun.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal X.

Umsögn frá Verkfræðingafélagi Íslands.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XI.

Umsögn frá Alþýðusambandi Íslands.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XII.

Umsögn frá Rannsóknamiðstöð Íslands.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XIII.

Umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XIV.

Umsögn frá Iðntæknistofnun.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XV.

Umsögn frá Samtökum atvinnulífsins o.fl.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XVI.

Umsögn frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XVII.

Umsögn frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XVIII.

Umsögn frá Tæknifræðingafélagi Íslands.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XIX.

Umsögn frá Háskólanum í Reykjavík.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XX.

Umsögn frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXI.

Umsögn frá Orkustofnun.
(24. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXII.

Umsögn frá Bændasamtökum Íslands.
(26. apríl 2006.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXIII.

Umsögn frá Vegagerðinni.
(27. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXIV.

Umsögn frá Eyþingi – sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
(2. maí 2006.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXV.

Umsögn frá Háskóla Íslands.
(27. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXVI.

Umsögn frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Atvinnuráðgjöf Vesturlands.
(28. apríl 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXVII.

Athugasemd frá rektor Hólaskóla.
(3. maí 2006.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXVIII.

Umsögn frá tækninefnd Vísinda- og tækniráðs.
(3. maí 2006.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XXIX.

Umsögn frá ORF-líftækni.
(4. maí 2006.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.