Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 391. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1464  —  391. mál.




Breytingartillögur



við till. til þál. um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006–2009.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Á eftir orðinu „Miðausturlands“ í 2. mgr. komi: og annarra mikilvægra atvinnu- og þjónustumiðstöðva á landsbyggðinni.
     2.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                 Á gildistíma byggðaáætlunar skulu stjórnvöld hafa þrjú meginatriði að leiðarljósi:
                  a.      Að stórefla menntun á landsbyggðinni.
                  b.      Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.
                  c.      Að efla Byggðastofnun og gera henni kleift með framlögum í fjárlögum að sinna mikilvægum verkefnum á sviði byggðamála.
     3.      Eftirfarandi breytingar verði á 3. mgr.:
                  a.      1. tölul. orðist svo: Bættar samgöngur: Unnið verði að samgöngubótum og þróun almenningssamgangna á landsbyggðinni samkvæmt samgönguáætlun sem taki mið af mikilvægi þeirra fyrir eflingu byggðar. Byggðastofnun skal í samvinnu við Vegagerðina leggja mat á slík verkefni.
                  b.      2. tölul. orðist svo: Efling sveitarstjórnarstigsins: Hafið verði markvisst samstarf milli ríkis og sveitarfélaga um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Jafnframt verði unnið að sameiningu eða samvinnu sveitarfélaga á heildstæðum atvinnu- og þjónustusvæðum sem taki við slíkri starfsemi.