Mæting í atkvæðagreiðslur

Fimmtudaginn 01. febrúar 2007, kl. 13:41:00 (4145)


133. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2007.

mæting í atkvæðagreiðslur.

[13:41]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vildi einfaldlega vekja athygli á því að það hlýtur að heyra undir fundarstjórn forseta að reyna að sjá til þess að nægilega sé mætt í atkvæðagreiðslur. Það vill svo til að á ráðherrabekkjunum voru þrír. Ég veit ekki annað en ráðherrar eigi líka að mæta til atkvæðagreiðslu ef á þarf að halda og vil bara vekja athygli á því að það eru ekki stjórnarflokkarnir sem eru að koma málum hér í gegn, hæstv. forseti.