Skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra

Þriðjudaginn 06. febrúar 2007, kl. 15:54:07 (4335)


133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[15:54]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þegar allt kemur til alls séu menn ekki ýkja ósammála í þessum málum. Það skiptir mestu máli fyrir íslenskt samfélag og fyrir sameiginlega hagsmuni okkar sem þjóðar að okkur takist að mynda breiða samstöðu um þessi mál, bæði varðandi stefnu í málefnum aðkomufólks til Íslands, málefnum innflytjenda, og einnig hitt að íslenskir kjarasamningar og lög og reglur sem gilda um réttindi íslensks launafólks séu virt og gildi einnig gagnvart aðkomufólki .