Skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra

Þriðjudaginn 06. febrúar 2007, kl. 16:05:44 (4339)


133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[16:05]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það kemur mér á óvart að hæstv. ráðherra hafi ekki kynnt sér þetta vegna þess að hv. þm. Sæunn Stefánsdóttir er talsmaður Framsóknarflokksins í þessum málaflokki, en hún sagði eftirfarandi í pistli í síðdegisútvarpi Rásar 2 í Ríkisútvarpinu, með leyfi forseta:

„Um síðustu helgi stigu frjálslyndir skrefi lengra í andúð sinni, þeir hættu að daðra við andúð á útlendingum og ákváðu að ganga alla leið. Það kom greinilega fram í setningarræðu Guðjóns Arnars, formanns flokksins, sem talaði á þann veg að auka og ala á ótta fólksins í landinu við fólkið sem hingað kemur í atvinnuleit.“

Mig langar að spyrja hæstv. félagsmálaráðherra hvort hann geti tekið undir þessi orð. Ef hann getur það finnst mér að Framsóknarflokkurinn eigi að finna þeim einhvern stað í þeirri ræðu sem formaður Frjálslynda flokksins flutti. Ef ekki, þá eru þetta einfaldlega dylgjur og það er þetta nefnilega, þetta eru dylgjur. Ég efast um að hæstv. ráðherra geti fundið þessum orðum hv. þm. Sæunnar Stefánsdóttur einhvern stað í þeirri orðræðu sem fram fór á þingi Frjálslynda flokksins. Ef hann gerir það ekki eru þetta bara dylgjur og ég efast um að hæstv. ráðherra treysti sér í þessa umræðu.