Skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra

Þriðjudaginn 06. febrúar 2007, kl. 16:07:20 (4340)


133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[16:07]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð berskjaldaður í þessu máli því eins og ég sagði þá hef ég ekki séð eða heyrt það sem hv. þingmaður vitnaði í og ég skal líka viðurkenna það og bið þar með ágætan vin minn, hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson velvirðingar á því. Ég hef heldur ekki lesið ræðu hans enn þá, þannig að ég er svolítið á reiki í því hvernig ég á að svara þessu.