Málefni aldraðra

Mánudaginn 19. febrúar 2007, kl. 21:30:37 (5062)


133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

málefni aldraðra.

559. mál
[21:30]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í stuttu andsvari get ég einungis sagt að það er ágætt að ríkisstjórnin skuli bregðast við því sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, og sá sem hér stendur, margtók fram og benti á í umræðum þegar verið var að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag, að 2.200 einstaklingar sem á síðasta ári greiddu aðeins 10% fjármagnstekjuskatt greiddu ekki í Framkvæmdasjóð aldraðra og þyrftu því ekki að greiða nefskatt til Ríkisútvarpsins eins og fjallað var um í þeim lögum sem að vísu er ekki fyrr en 2009.

Virðulegi forseti. Ég hef aðeins eina spurningu til hæstv. heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Er ríkisstjórnin að bregðast við þeirri gagnrýni sem kom fram frá stjórnarandstöðunni í umræðu um Ríkisútvarpið? Hún fær þá plús fyrir að bregðast fljótt við. Það er þá eins og svo oft áður að fulltrúi stjórnarandstöðunnar þurfti að vekja ríkisstjórnina af værum svefni.