Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.

Mánudaginn 26. febrúar 2007, kl. 18:25:48 (5401)


133. löggjafarþing — 78. fundur,  26. feb. 2007.

Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.

644. mál
[18:25]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra hve hátt hlutfall af leigðum aflaheimildum umræddir bátar leigja. Okkur greinir á að því leyti að Alþingi eigi ekki að hafa afskipti af þessu. Ég vil minna á að hér hefur m.a. verið rætt um réttleysi blaðburðarbarna áður. Í umræðunni um blaðburðarbörn var fundið að því að þau væru algerlega án kjarasamninga. En það virðist ekki koma hæstv. ráðherra við að sjómenn séu án kjarasamninga. Mér finnst það ekki minna mál en kjör blaðburðarbarna að sjómenn á minni bátunum séu án kjarasamninga. Hér urðu umræður á þingi og m.a. afskipti hæstv. félagsmálaráðherra af þeim málum á sínum tíma, að blaðburðarbörn væru án kjarasamnings.

Hér kemur fram í máli hæstv. sjávarútvegsráðherra að það sé algert aukaatriði að sjómenn á minni bátum séu án samninga. Ég get ekki verið sammála hæstv. ráðherra um það.