Varnir gegn landbroti

Fimmtudaginn 01. mars 2007, kl. 18:16:25 (5825)


133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

varnir gegn landbroti.

637. mál
[18:16]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegur forseti. Út úr þessum svörum hæstv. ráðherra les ég tvennt, og bið hæstv. ráðherra að hlýða á svo að hann geti brugðist við ef ég hef dregið ranga ályktun:

Í fyrsta lagi verður ekki sett í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindirnar séu eign þjóðarinnar.

Í öðru lagi verður sett ákvæði í stjórnarskrána sem torveldar löggjafarvaldinu að gera breytingar á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi, t.d. með því að breytingar yrðu að gerast á svo og svo löngum tíma. Eins og menn þekkja í þingsölum hefur Alþingi litið svo á til þessa að það gæti hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða og gert hvaða breytingar sem það kýs að gera á eins skömmum eða löngum tíma og það telur eðlilegt. Ég les út úr ummælum hæstv. ráðherra að meiningin sé að þrengja þennan möguleika Alþingis á að gera breytingar á gildandi fiskveiðistjórnarkerfi.