Varnir gegn landbroti

Fimmtudaginn 01. mars 2007, kl. 18:17:55 (5827)


133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

varnir gegn landbroti.

637. mál
[18:17]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það mun auðvitað koma í ljós í fyllingu tímans, ef tillagan kemur fram, hvernig hún verður. Ég kann vel að lesa úr því sem menn segja, sérstaklega þegar það er vandlega skrifað niður til að gæta þess að menn segi bara það sem þeir vilja segja. Ég þekki hæstv. iðnaðarráðherra og veit að hann er mjög nákvæmur í orðavali. Það er engin tilviljun að mínu mati að í yfirlýsingu hans kemur hvergi fyrir orðið eignarréttur.