Stjórnarskipunarlög

Mánudaginn 12. mars 2007, kl. 23:37:03 (6246)


133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[23:37]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að eiga orðastað við hæstv. umhverfisráðherra fyrir milligöngu hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar.

Ég undirstrika að það sem kemur fram í greinargerð er að mínu mati til skýringar á þeim ákvæðum sem er að finna í frumvarpinu. Ég held að það þurfi ekki að leita lengra. Hins vegar er það hárrétt sem hæstv. umhverfisráðherra vakti athygli á í umræðunni, að auðvitað verður tillaga af þessu tagi ekki til í tómarúmi. Hún hlýtur að byggjast á umræðum og starfi sem átt hefur sér stað á undanförnum árum um þessi efni.