Stjórnarskipunarlög

Mánudaginn 12. mars 2007, kl. 23:41:38 (6250)


133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[23:41]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi undirbúning málsins þá vísa ég til þess sem kom fram í framsöguræðu hæstv. forsætisráðherra í dag. Ég geri ekki athugasemdir við það enda þekkir hann betur til forsögu málsins en ég.

Hins vegar er það hárrétt sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon sagði í andsvari sínu, að ég hef lagt á það mikla áherslu að vandað sé til verka í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Raunar er það líka rétt sem hv. þingmaður sagði, að ég er í hjarta mínu yfirleitt frekar á móti því að breyta stjórnarskránni. Mér finnst að menn eigi að fara afskaplega varlega í það. En það er svona almennt viðhorf sem kemur þessu máli ekkert sérstaklega við.