133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:45]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst það bara liggja í orðanna hljóðan, ef eitthvað er einkaeign og er sem sagt háð einkaeignarrétti, er eign einhvers einkaaðila, er það ekki þjóðareign. Þannig bara skil ég orðanna hljóðan.