133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:52]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við getum alveg farið yfir svikalista ríkisstjórnarinnar hvað varðar sjávarútvegsmál. Hann er langur og hann er ljótur en það er hægt að fara yfir hann á einni mínútu, þeim tíma sem ég hef:

Að styrkja hagsmuni sjávarbyggða — svikið.

Forkaupsréttarákvæði kvóta — svikið.

Veiðigjald til sveitarfélaga — svikið.

Takmarka framsal frá sveitarfélögum — svikið.

Auka byggðakvóta — svikið.

Línuívilnun — einungis efnt að hálfu.

Auðlindir í stjórnarskrá — sennilega allt í plati.