Umhverfismengun af völdum einnota umbúða

Þriðjudaginn 13. mars 2007, kl. 11:58:23 (6320)


133. löggjafarþing — 87. fundur,  13. mars 2007.

umhverfismengun af völdum einnota umbúða.

693. mál
[11:58]
Hlusta

Frsm. umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég nefndi var farið yfir þetta í nefndinni. Í örstuttu máli er þetta röklega samhengi með þessum hætti og þess vegna koma hækkanirnar fram. Áður fyrr fékk Endurvinnslan virðisaukaskattinn endurgreiddan eða millifærslu hvað það varðaði. Þegar hann fer úr 24,5% í 7% lækkar skilagjaldið eðli málsins samkvæmt.

Þar af leiðandi hækka menn gjaldið á móti. Eins og ég nefndi eiga framangreindar breytingar ekki að leiða til raunhækkunar á innheimtugjöldum heldur tryggja Endurvinnslunni hf. það sama og hún fékk fyrir lækkun virðisaukaskattsins. Það á ekki að leiða til raunhækkunar.