Úrvinnslugjald

Þriðjudaginn 13. mars 2007, kl. 14:10:30 (6337)


133. löggjafarþing — 87. fundur,  13. mars 2007.

úrvinnslugjald.

694. mál
[14:10]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Fl):

Frú forseti. Ég held að það hafi viljað hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni til happs að hann þurfti ekki að lesa þetta magnaða frumvarp upp í morgun þegar framtíðarkjósendur hans, börnin úr Borgaskóla, voru hér viðstödd á pöllunum því þetta hlýtur að hafa hljómað þeim afskaplega einkennilega í eyrum og ekki mikið glætt áhuga þeirra á Alþingi.

En mig langar svona rétt úr því að það eru búið að opna hér umræður um úrvinnslugjald, frú forseti, að spyrja hv. formann umhverfisnefndar út í sjóðinn, þ.e. Úrvinnslusjóðinn. Hvernig staðan er á þeim sjóði í dag? Við erum að tala um greiðslur í sjóðinn. Hvernig er staðan á þeim sjóði og í hvað fara tekjur hans? — Nú bara sló alveg út. Ég held að spurningin sé ekkert lengri.