Ríkisútvarpið ohf.

Mánudaginn 16. október 2006, kl. 17:17:27 (497)


133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[17:17]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Talandi um fyrirheit þá er alveg ljóst að það verður tryggt að eigið fé Ríkisútvarpsins ohf. verður aldrei minna en 10–12%. Ég held að það sé einfaldlega svarið við spurningunni. Það er líka tryggt í frumvarpinu að Ríkisútvarpið mun aldrei vera verr statt en það er núna. Það er líka ljóst að það eru ákveðnar skuldbindingar sem ríkissjóður mun yfirtaka þannig að Ríkisútvarpinu ohf. verði skilað með 10–12% eiginfjárhlutfalli þegar þar að kemur.