Ríkisútvarpið ohf.

Mánudaginn 16. október 2006, kl. 18:18:52 (514)


133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[18:18]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Mér er kunnugt um að hv. þm. Dagný Jónsdóttir heldur sér dauðahaldi í ákvæði — í orð sem ekki eru í 1. gr. þessa frumvarps eins og það er nú, þ.e. „nema samþykki Alþingis komi til“. Það má vissulega segja að þegar þessir textar eru bornir saman svona tiltölulega bláeygt, þeir textar sem venjulega eru með þessari aukasetningu og sá texti sem ekki er það, þá skipti það einhverju máli. Í raun er þetta nú þannig að það þarf jafneinföld lög til þess að einkavæða Ríkisútvarpið með þessu ákvæði og án þess, það er ósköp einfaldlega hægt að gera það með atkvæðagreiðslu hér á þinginu hvort sem þetta er inni eða ekki.

Það skiptir hins vegar verulegu máli að pólitísk sátt sé um Ríkisútvarpið og ég efast ekkert um að a.m.k. hv. þm. Dagný Jónsdóttir er þeirrar skoðunar að ekki eigi að selja RÚV. Mér er hins vegar ekki ljóst hvernig þingmaðurinn getur stutt þetta frumvarp af svo miklum kjarki sem hún gerir vegna þess að jafnvel þótt við gerum ráð fyrir að hið opinbera hlutafélag Ríkisútvarpið yrði ekki selt á allra næstu árum, jafnvel með áframhaldandi stjórnarsamstarfi, þá er með ýmsum hætti verið að setja Ríkisútvarpið í krappan dans og meðal þeirra galla sem helstir eru á þessu frumvarpi er að það er ekki gert sjálfstæðara. Með nýjum hætti er Ríkisútvarpið látið vera háð stjórnmálamönnum í landinu, einkum ríkisstjórninni, og síðan er líka viðhaldið því ósjálfstæði Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptahagsmunum ýmiss konar sem núna er einn af helstu göllum þess. Þetta finnst mér skrýtið hjá hv. þm. Dagnýju Jónsdóttir