Tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Mánudaginn 06. nóvember 2006, kl. 18:57:54 (1052)


133. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[18:57]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil hvetja hv. þingmann til að lesa tillögugreinina því þar er ekki verið að tala um að brúa bil frá 6 mánaða aldri barns til 18 mánaða, heldur fram að grunnskólaaldri. Það er ekki verið að fjalla um greiðslurnar sem slíkar heldur er verið að fjalla um að gera þær skattfrjálsar, þ.e. að hvetja sveitarfélög til þess að taka þetta fyrirkomulag upp.

Ég vil endurtaka það sem ég sagði. Ef menn vilja, hvort sem menn eru í fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar eða annars staðar á ríkisstjórnarheimilinu, bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu þannig að konur hafi það sem raunverulegt val að vera heima með börnum sínum eða fara út á vinnumarkaðinn, þá duga 30–40 þús. kr. á mánuði ekki til. Það er aðeins eitt sem þar kemur til greina, það er að lengja fæðingarorlofið og búa betur að barnafjölskyldum í landinu.