Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 24. nóvember 2006, kl. 15:06:35 (2311)


133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjármálafyrirtæki.

386. mál
[15:06]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ekkert hef ég neitt á móti Basel II fremur en ég hafði nokkuð á móti Basel hinum fyrsta. Ég er meira að segja hlynntur Basil fursta. En í máli hæstv. ráðherra kemur fram að sú stefna hafi verið tekin af hálfu ráðuneytisins að innleiða meginbreytingarnar sem leiða af þessum tilskipunum tveimur í lög en skilja útfærsluna eftir með þeim hætti að hún komi fram í reglum Fjármálaeftirlitsins. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hefði ekki dugað að láta tilskipanirnar og þær breytingar sem af þeim leiða koma allar fram í reglum Fjármálaeftirlitsins? Er beinlínis nauðsynlegt að setja sérstök lög þar um?