Ferð utanríkismálanefndar til Eystrasaltsríkjanna

Föstudaginn 08. desember 2006, kl. 15:12:01 (2847)


133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

ferð utanríkismálanefndar til Eystrasaltsríkjanna.

[15:12]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

(ÖS: Biðstu afsökunar.) (SJS: Þá er þetta búið.) (ÖS: Þá er þér fyrirgefið.) Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmönnum fyrir að vekja athygli á ummælum mínum frá því í morgun og lesa þau hér ítrekað upp. Það er rétt að þau komist vel til skila í þingtíðindi líka.

Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta óþarfa viðkvæmni af hálfu hv. þingmanna. Hv. þingmenn verða að þola að rætt sé um störf þeirra og ferðir. (Gripið fram í: Ekki logið.) Staðreyndin (Gripið fram í: Leyfið honum ...) er hins vegar sú að almenningur í þessu landi botnar hvorki upp né niður í því að við förum í jólafrí á morgun og komum ekki hingað aftur og höldum þingfundi fyrr en 15. janúar. (Gripið fram í: Ert þú að fara í jólafrí?) (Gripið fram í: Við erum ekkert að fara í jólafrí.) Það liggur fyrir að við framsóknarmenn vorum tilbúnir til að sitja hér fram á Þorláksmessu, milli jóla og nýárs og strax eftir áramót ef þörf væri. (SJS: Hættu þessu nú og skammastu þín.) (Gripið fram í.)

Hv. þm. Jón Gunnarsson talar um að virðing Alþingis fari þverrandi. Það getur vel verið að virðing Alþingis fari þverrandi, en það skyldi þó ekki vera þegar hv. þm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsir því yfir að kjósendur treysti ekki þingmönnum Samfylkingarinnar. En það kom annað miklu merkilegra fram í þessum ágæta útvarpsþætti í morgun þar sem ég ræddi við hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur og það er hvað varð um skriflegar skýringar formanns Samfylkingarinnar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á þessum ummælum í ræðu sinni. (Gripið fram í.) Ég held að það væri miklu nær að við vikjum að því hér í umræðu á þinginu, hæstv. forseti. (Gripið fram í.)