Almannatryggingar og málefni aldraðra

Föstudaginn 08. desember 2006, kl. 22:51:24 (2942)


133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[22:51]
Hlusta

Ásta Möller (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég hafi ekki lesið minna um þessi mál en hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Og sennilega lesið það með sama styrkleika á gleraugum og hv. þingmaður. En það er svo að ráðstöfunartekjur þessa hóps hafa aukist meira, prósentulega séð, en annarra borgara í landinu.

Varðandi skattbyrðina og þær rannsóknir sem Stefán Ólafsson hefur gert, að það er bara allt önnur Ella. Við gætum tekið þá umræðu síðar. En aðalatriðið er það að með þessu frumvarpi er verið að uppfylla samkomulag við eldri borgara sem gert var í sumar.

Ákveðnir þættir samkomulagsins eru yfirfærðir yfir á örorkulífeyrisþega. Ég held að við getum öll óskað eldri borgurum og öryrkjum til hamingju með þann árangur sem þeir hafa náð. Ég tel að við getum öll haft sóma af.