Breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar

Föstudaginn 08. desember 2006, kl. 23:22:07 (2951)


133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar.

232. mál
[23:22]
Hlusta

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðjóni Arnari Kristjánssyni fyrir hans innlegg. Ég er alveg sammála honum varðandi bráðabirgðaákvæðin að við þurfum að fara að taka upp ýmis lög og endurskrifa þau og endurútgefa þau. Við tókum okkur til í fyrra og gerðum það með stjórn fiskveiða sem eru orðin miklu aðgengilegri en þau voru. Við erum náttúrlega að draga úr, við erum að gefa aðvörun núna og skriflegar áminningar. Það komu oft fyrir smávægileg slys þar sem menn voru sviptir veiðileyfi og það var kannski ekki sanngjarnt. Ég held að við séum að minnka þessi áhrif og ná meiri sátt um þetta. Þetta er svona réttlætismál og við tökum á ýmsum þáttum sem hefur verið ágreiningur um en nú held ég að sé mikil sátt um þetta.