133. löggjafarþing — 46. fundur,  9. des. 2006.

ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

376. mál
[00:37]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við gerum okkur fullkomlega ljóst að þessar ákveðnu fjárveitingar koma af ákveðnu tilefni, af söluandvirði Landssíma Íslands, og þess vegna er fullkomlega eðlilegt að færa þær til. Ef þær hafa þann tvíþætta tilgang að hafa sálfræðileg áhrif á efnahagslífið þá getum við fagnað því en jafnframt koma þessar fjárveitingar á því ári sem þeirra er þörf og skila sér þá inn í framkvæmdina með þeim hætti að það verður að gagni þegar þarf að nýta þær.