Tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Laugardaginn 09. desember 2006, kl. 12:56:48 (3047)


133. löggjafarþing — 48. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[12:56]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér skilst að ýmsar bætur frá sveitarfélögum séu skattskyldar, t.d. húsaleigubætur og félagsþjónustan að hluta til. Þetta er bara ekkert á hreinu. Ég mundi gjarnan vilja að þessu yrði komið á hreint þannig að það færi ekki á milli mála hvað af þeim bótum (Gripið fram í.) sem menn fá frá sveitarfélaginu séu menn búnir að borga með sköttunum. (Gripið fram í.) Mér skilst að allt sem menn fá frá ríkinu hafi þeir borgað áður í formi skatta. Þau rök eru ekki gild. Þá geta allir opinberir starfsmenn sagt að launin ættu að vera skattfrjáls.

Ég vildi gjarnan að það yrði skilgreint hvað eru skattfrjáls hlunnindi og hvað skattskyld.