Fundargerð 133. þingi, 88. fundi, boðaður 2007-03-14 19:50, stóð 19:50:01 til 21:49:31 gert 15 8:22
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

88. FUNDUR

miðvikudaginn 14. mars,

kl. 7.50 síðdegis.

Dagskrá:


Samúðarkveðjur.

[19:50]

Fyrir hönd Alþingis og alþingismanna sendi forseti samúðarkveðjur þeim sem eiga um sárt að binda eftir hið hörmulega sjóslys sem varð sl. nótt þar sem tveir sjómenn fórust.


Almennar stjórnmálaumræður.

Umræðurnar voru sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar fóru þannig fram að hver þingflokkur fékk 22 mínútur til umráða sem skiptust í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð og 6 mínútur í annarri og þriðju umferð.

Röð flokkanna var þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn flokkanna voru:

Fyrir Samfylkinguna töluðu fyrstu umferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri umferð Katrín Júlíusdóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis, en í þriðju umferð talaði Björgvin G. Sigurðsson, 7. þm. Suðurkjördæmis.

Fyrir Sjálfstæðisflokk töluðu í fyrstu umferð Geir H. Haarde forsætisráðherra, í annarri Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, en í þeirri þriðju Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Ræðumenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs voru í fyrstu umferð Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í annarri umferð Kolbrún Halldórsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en Ögmundur Jónasson, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk töluðu Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fyrstu umferð, Sæunn Stefánsdóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri, en í þriðju umferð Birkir J. Jónsson, 9. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Frjálslynda flokkinn töluðu í fyrstu umferð Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurkjördæmis, en í annarri Kristinn H. Gunnarsson, 7. þm. Norðvesturkjördæmis, og í þriðju umferð Sigurjón Þórðarson, 10. þm. Norðvesturkjördæmis, og Valdimar L. Friðriksson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis.

[19:51]

[21:48]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 21:49.

---------------