Þskj. 295 — 282. mál.
Skýrsla
menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunnskólum
skólaárin 2001–2002, 2002–2003 og 2003–2004.
(Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006–2007.)
Inngangur.
Í 9. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, er kveðið á um að menntamálaráðherra skuli gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs í grunnskólum á þriggja ára fresti. Fyrsta skýrslan um skólahald í grunnskólum var lögð fram á Alþingi vorið 1999 og fjallaði um skólaárin 1995–1996, 1996–1997 og 1997–1998. Önnur skýrsla kom út í mars 2003 og var í henni fjallað um skólaárin 1998–1999, 1999–2000 og 2000–2001. Sú skýrsla sem nú er lögð fram samkvæmt fyrrnefndri 9. gr. grunnskólalaga nær til skólaáranna 2001–2002, 2002–2003 og 2003–2004. Í skýrslunni er að finna ýmsar upplýsingar um skólahald, m.a. um skóla, nemendur og starfsfólk, námsgögn, úttektir á ýmsum þáttum skólastarfs, árangur á samræmdum prófum og útgjöld til grunnskóla. Upplýsingarnar sem skýrslan er byggð á eru aðallega fengnar frá Hagstofu Íslands, Námsmatsstofnun, Námsgagnastofnun og menntamálaráðuneytinu, sem jafnframt vann úr upplýsingunum til birtingar í skýrslunni.
Ríkið ber kostnað af og ábyrgist nokkra þætti er lúta að grunnskólum, svo sem samræmd próf í 4., 7. og 10. bekk, kennaramenntun og námsgögn. Námsmatsstofnun hefur með samningi við menntamálaráðuneytið verið falin öll framkvæmd samræmdra prófa. Auk þess ber stofnunin ábyrgð á framkvæmd umfangsmikilla alþjóðlegra rannsókna í skólakerfinu. Ein slík rannsókn er PISA-könnunin sem fjallað er um í skýrslunni. Námsgagnastofnun sér um útgáfu og dreifingu námsgagna til grunnskóla í skyldunámsgreinum, nemendum og foreldrum þeirra að kostnaðarlausu. Einnig leggur ríkið fram fjármagn til rannsókna og í þróunarsjóð grunnskóla og endurmenntunarsjóð grunnskóla en nánar er fjallað um sjóðina í skýrslunni.
I. Skólar.
Fjöldi grunnskóla í landinu hefur verið svipaður undanfarin ár. Helst ber á breytingum í þá veru að skólum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu og að mjög fámennir skólar á landsbyggðinni séu sameinaðir eða þeir lagðir niður. Fjölmennasti skóli landsins skólaárið 2003–2004 var Vallaskóli í Árborg með 914 nemendur. Vallaskóli varð til 1. ágúst 2002 við sameiningu tveggja skóla, Sólvallaskóla og Sandvíkurskóla. Fámennasti grunnskólinn var sem fyrr Grunnskólinn í Mjóafirði með þrjá til fimm nemendur á tímabilinu. Fámennum skólum, þ.e. skólum með færri en 100 nemendur, hefur fækkað um fimm eins og sjá má í töflu 1.1 og er það í samræmi við þróun fyrri ára.
Tafla 1.1 Fjöldi grunnskóla 2001–2004.
Skólaár | |||
2001–02 | 2002–03 | 2003–04 | |
Grunnskólar alls | 193 | 192 | 187 |
Almennir grunnskólar reknir af opinberum aðilum | 179 | 178 | 174 |
— Sérskólar | 8 | 8 | 5 |
— Einkaskólar | 6 | 6 | 8 |
Fámennir skólar* | 77 | 78 | 72 |
Einsetnir skólar* * | 178 | 191 | 186 |
** Allar bekkjardeildir skólans geta byrjað skóladaginn á sama tíma.
Heimildir: Menntamálaráðuneyti og Hagstofa Íslands.
Einkaskólum hefur fjölgað um tvo á tímabilinu. Barnaskóli Hjallastefnunnar tók til starfa haustið 2003 og skólinn á meðferðarheimilinu að Torfastöðum var talinn til einkaskóla þetta ár samkvæmt viðmiðum Hagstofunnar. Aðrir einkaskólar árið 2003 voru: Ísaksskóli, Landakotsskóli, Suðurhlíðarskóli, Tjarnarskóli, Waldorfskólinn í Lækjarbotnum og Waldorfskólinn Sólstafir, sem allir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Sérskólum hefur á síðastliðnum þremur árum fækkað úr átta í fimm. Eftirfarandi sérskólar voru starfandi árið 2003: Brúarskóli, Dalbrautarskóli, Hlíðarskóli, Safamýrarskóli og Öskjuhlíðarskóli. Bröttuhlíðarskóli á Akureyri hefur verið lagður niður og sinnir Hlíðarskóli á Akureyri sambærilegum verkefnum. Einholtsskóli var lagður niður en Brúarskóli sinnir nú nemendum með geð- og hegðunarraskanir. Einnig var Vesturhlíðarskóli lagður niður þegar stofnað var táknmálssvið við Hlíðaskóla í Reykjavík.
Haustið 1998 voru 92% skóla einsetnir, haustið 2003 hafði einsetnum skólum fjölgað og voru þá 99% grunnskóla einsetnir. Aðeins einn skóli stóð út af en hann telst vera einsetinn að hluta.
Aðeins í einum grunnskóla á landinu var starfrækt heimavist á tímabilinu. Heimavistin var fyrir nemendur í 8.–10. bekk og þar bjuggu fimm til sjö nemendur.
Þrír skólar fengu undanþágu menntamálaráðuneytisins frá níu mánaða starfstíma skólaárin 2001–2002 og 2002–2003 en tveir skólar 2003–2004.
II. Nemendur.
Skólaárið 2001–2002 voru nemendur í grunnskólum landsins 44.103. Í lok tímabilsins voru nemendur í grunnskólum alls 44.809. Á þessum þremur skólaárum hefur nemendum því fjölgað um 706, eða um 1,5%, eins og sjá má í töflu 2.1.
Tafla 2.1. Fjöldi nemenda í grunnskólum eftir árgöngum 2001–2004.
Alls | Dr. | St. | 1. b. | 2. b. | 3. b. | 4. b. | 5. b. | 6. b. | 7. b. | 8. b. | 9. b. | 10. b. | |
2001–02 | 44.103 | 22.782 | 21.321 | 4.305 | 4.428 | 4.538 | 4.557 | 4.443 | 4.753 | 4.444 | 4.601 | 4.156 | 3.878 |
2002–03 | 44.695 | 23.093 | 21.602 | 4.341 | 4.296 | 4.424 | 4.592 | 4.598 | 4.451 | 4.768 | 4.461 | 4.609 | 4.155 |
2003–04 | 44.809 | 23.093 | 21.716 | 4.178 | 4.376 | 4.315 | 4.484 | 4.585 | 4.609 | 4.437 | 4.773 | 4.443 | 4.609 |
2001: Að auki 102 nemendur í 5 ára bekk.
2002: Að auki 114 nemendur í 5 ára bekk.
2003: Að auki 118 nemendur í 5 ára bekk.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Til samanburðar má geta þess að á fyrra þriggja ára tímabili, þ.e. 1998–2001, fjölgaði nemendum um 1.223, eða um 3%. Á tímabilinu 1995–1998 fækkaði nemendum um 164, eða um tæplega 0,5%.
Í töflu 2.2 má sjá fjölda nemenda í sérskólum og einkaskólum. Nemendum í sérskólum fækkar lítillega og nemendum í einkaskólum sömuleiðis.
Tafla 2.2 Fjöldi nemenda í sérskólum og einkaskólum 2001–2004.
Skólaár |
|||
2001–02 | 2002–03 | 2003–04 | |
Í sérskólum | 204 | 192 | 173 |
Í einkaskólum | 529 | 453 | 452 |
Heimild: Hagstofa Íslands. |
2.1 Nemendur með annað móðurmál en íslensku.
Í 36. gr. laga um grunnskóla, nr. 66/1995, er kveðið á um rétt nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku til sérstakrar íslenskukennslu. Í reglugerð nr. 391/1996, um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku, er nánar kveðið á um íslenskukennslu fyrir þessa nemendur og einnig er sérstök umfjöllun um íslensku sem annað tungumál í aðalnámskrá grunnskóla frá 1999.
Alls eru tilgreind 37 tungumál sem móðurmál nemenda í grunnskólum landsins. Við talningu nemenda með erlent móðurmál er miðað við að forráðamenn nemandans, annar eða báðir, hafi annað tungumál að móðurmáli en íslensku og noti það mál að staðaldri í daglegum samskiptum sínum við barnið. Eins og sjá má í töflu 2.3 fjölgaði nemendum með erlent móðurmál um 148, eða um 11%, frá skólaárinu 2001–2002 til skólaársins 2003–2004. Einnig má sjá í töflu 2.3 hlutfallslega skiptingu nemenda með erlent móðurmál á höfuðborgarsvæðinu og utan þess haustið 2003.
Tafla 2.3 Nemendur með erlent móðurmál 2001–2003.
2001 | 2002 | 2003 | Höfuðborgarsvæðið 2003, % |
Utan höfuðborgarsvæðis 2003, % | |
Heildarfjöldi | 1192 | 1266 | 1340 | 57,9 | 42,1 |
Albanska | 33 | 34 | 42 | 81 | 19 |
Arabíska | 9 | 8 | 14 | 100 | 0 |
Búlgarska | 9 | 15 | 14 | 57,1 | 42,9 |
Danska | 52 | 58 | 46 | 34,8 | 65,2 |
Eistneska | 6 | 11 | 14 | 28,6 | 71,4 |
Enska | 175 | 177 | 157 | 57,3 | 42,7 |
Filippseysk mál | 94 | 107 | 129 | 66,7 | 33,3 |
Finnska | 9 | 7 | 5 | 100 | 0 |
Franska | 14 | 16 | 14 | 71,4 | 28,6 |
Færeyska | 23 | 18 | 22 | 40,9 | 59,1 |
Grænlenska | 2 | 1 | 3 | 66,7 | 33,3 |
Hindí | 2 | 1 | 4 | 50 | 50 |
Hollenska | 16 | 19 | 10 | 40 | 60 |
Indónesíska | 2 | 4 | 3 | 100 | 0 |
Ítalska | 6 | 4 | 4 | 75 | 25 |
Japanska | 6 | 6 | 11 | 100 | 0 |
Kínverska | 20 | 20 | 25 | 88 | 12 |
Kóreska | 1 | 0 | 0 | ||
Litháíska | 20 | 33 | 46 | 73,9 | 26,1 |
Mongólska | 0 | 2 | 2 | 50 | 50 |
Norska | 42 | 39 | 42 | 50 | 50 |
Portúgalska | 25 | 25 | 26 | 61,5 | 38,5 |
Pólska | 150 | 182 | 191 | 33 | 67 |
Rúmenska | 5 | 4 | 4 | 100 | 0 |
Rússneska | 42 | 43 | 52 | 76,9 | 23,1 |
Serbókróatíska | 84 | 89 | 108 | 45,4 | 54,6 |
Singalíska | 7 | 5 | 8 | 87,5 | 12,5 |
Spænska | 48 | 53 | 54 | 51,9 | 48,1 |
Sænska | 46 | 31 | 30 | 40 | 60 |
Tékkneska | 3 | 4 | 6 | 100 | 0 |
Tyrkneska | 1 | 3 | 3 | 66,7 | 33,3 |
Taílenska | 107 | 105 | 94 | 50 | 50 |
Ungverska | 15 | 13 | 13 | 38,5 | 61,5 |
Úkraínska | 8 | 5 | 3 | 33,3 | 66,7 |
Úrdú | 0 | 4 | 4 | 100 | 0 |
Víetnamska | 58 | 57 | 67 | 91 | 9 |
Þýska | 28 | 30 | 25 | 64 | 36 |
Ótilgreint | 24 | 33 | 45 | 80 | 20 |
2.2 Nemendur og tungumálanám.
Ár hvert lærir mikill fjöldi grunnskólanema erlend tungumál. Samkvæmt námskrá skal enska kennd frá og með 5. bekk grunnskóla og dönskukennsla á að hefjast í 6. bekk. Nemendum sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð stendur til boða kennsla í norsku eða sænsku sem kemur þá í staðinn fyrir dönsku. Tafla 2.4 sýnir hve margir nemendur læra ensku og Norðurlandamálin.
Tafla 2.4 sýnir einnig hvernig skipting er milli tungumála sem algengast er að nemendur taki sem valgreinar á unglingastigi í grunnskóla. Þýska er vinsælasta tungumálið samkvæmt þessu þó að nemendum hafi fækkað nokkuð í þýsku á tímabilinu.
Tafla 2.4 Fjöldi grunnskólanema sem lærir hvert erlent tungumál 2001–2004.
2001–2002 | 2002–2003 | 2003–2004 | |
Enska | 25.634 | 27.038 | 27.796 |
Danska | 17.021 | 17.784 | 18.052 |
Sænska | 241 | 225 | 170 |
Norska | 108 | 110 | 126 |
Þýska | 1.338 | 1.008 | 945 |
Franska | 169 | 307 | 354 |
Spænska | 134 | 208 | 176 |
Ítalska | 12 | 0 | 44 |
Heimild: Hagstofa Íslands.
2.3 Skóladagar nemenda.
Samkvæmt grunnskólalögum skal lágmarksfjöldi skóladaga nemenda vera 170 á ári. Hagstofa Íslands safnar árlega upplýsingum um skóladaga í grunnskólum (þ.e. kennslu- og prófadaga samtals). Ef í ljós kemur að skóladagar eru færri en 170 gerir menntamálaráðuneytið athugasemdir við viðkomandi sveitarstjórn og óskar eftir að úr verði bætt. Skóladagar í langflestum skólum eru um og yfir lögbundnu viðmiði um 170 daga. Í töflu 2.5 má sjá hvernig fjöldi skóladaga skiptist hlutfallslega milli árganga þau þrjú skólaár sem skýrslan nær yfir.
Tafla 2.5 Fjöldi skóladaga 2001–02, 2002–03 og 2003–04.
169 eða færri – % | 170–179 – % | 180 eða fleiri – % | |||||||
Skólaár |
01–02 | 02–03 | 03–04 | 01–02 | 02–03 | 03–04 | 01–02 | 02–03 | 03–04 |
1. bekkur | 5 | 6 | 2 | 28 | 20 | 26 | 66 | 74 | 72 |
2. bekkur | 5 | 4 | 4 | 27 | 21 | 24 | 68 | 75 | 73 |
3. bekkur | 4 | 5 | 3 | 27 | 21 | 24 | 69 | 74 | 73 |
4. bekkur | 3 | 3 | 2 | 27 | 21 | 25 | 70 | 76 | 74 |
5. bekkur | 2 | 2 | 0 | 27 | 23 | 26 | 71 | 74 | 74 |
6. bekkur | 3 | 2 | 1 | 25 | 22 | 26 | 73 | 75 | 74 |
7. bekkur | 4 | 2 | 1 | 25 | 22 | 25 | 71 | 77 | 74 |
8. bekkur | 1 | 2 | 1 | 24 | 20 | 24 | 75 | 78 | 75 |
9. bekkur | 1 | 1 | 1 | 24 | 19 | 24 | 75 | 81 | 75 |
10. bekkur | 0 | 1 | 0 | 25 | 18 | 24 | 75 | 80 | 76 |
Til fróðleiks má geta þess að á tímabilinu 1998–2001 voru skóladagar að meðaltali 169–170 en þá voru skólar með undanþágu menntamálaráðuneytis frá níu mánaða skóla ekki taldir með. Nú er það hins vegar gert enda hefur undanþáguskólum fækkað verulega og voru þeir aðeins tveir skólaárið 2003–2004 eins og fram hefur komið. Rétt er að geta þess að undanþáguskólarnir voru ekki alltaf þeir skólar sem voru með fæsta skóladaga. Uppgefnir skóladagar á því tímabili sem skýrslan nær til hafa verið á bilinu 133–192. Skýringar sem skólastjórarnir gáfu vegna of fárra skóladaga eru af ýmsum toga, t.d. að kennt hafi verið fjóra daga vikunnar í stað fimm, veður hafi verið slæmt og ófærð, viðgerðir á húsnæði og fleira.
Á mynd 2.1 má sjá meðalfjölda skóladaga frá árinu 1996. Þar kemur fram töluverð fjölgun skóladaga en einna mest varð fjölgunin hjá yngstu árgöngunum. Mikil aukning kemur fram milli áranna 2000–2001 og 2001–2002 eða um 7–10 dagar. Nýr kjarasamningur við kennara var undirritaður í janúar 2001 og hafði hann áhrif á fjölgunina en þar var gert ráð fyrir 180 skóladögum.
Mynd 2.1 Skóladagar að meðaltali 1996–2004.
Heimild: Menntamálaráðuneyti.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
2.4 Viðmiðunarstundaskrá.
Í töflu 2.6. má sjá meðaltal kenndra stunda á viku eftir árgöngum frá 2001–2004 og lögbundnar stundir samkvæmt grunnskólalögum. Samkvæmt þessu yfirliti hafa nemendur að jafnaði fengið tilskilinn kennslustundafjölda. Ráðuneytið hefur þurft að gera athugasemdir við stundafjölda nemenda í einstökum árgöngum í einstökum skólum á umræddum árum. Sem dæmi má nefna að gerðar voru athugasemdir vegna kennslustundafjölda í 19 grunnskólum skólaárið 2003–2004 en þeim skólum hefur fækkað á undanförnum árum sem fá athugasemdir vegna of fárra kennslustunda að jafnaði á viku.
Tafla 2.6 Lögbundnar vikulegar kennslustundir
og meðaltal kenndra stunda á viku 2001–2004.
1. bekkur | 2. bekkur | 3. bekkur | 4. bekkur | 5. bekkur | 6. bekkur | 7. bekkur | 8. bekkur | 9. bekkur | 10. bekkur | |
Lögbundnar stundir | ||||||||||
2001–02 | 30 | 30 | 30 | 30 | 35 | 35 | 35 | 37 | 37 | 37 |
Kennt á viku að meðaltali |
||||||||||
2001–02 | 30 | 30 | 30 | 31 | 35 | 35 | 35 | 37 | 37 | 37 |
2002–03 | 30 | 31 | 31 | 31 | 35 | 35 | 35 | 37 | 37 | 37 |
2003–04 | 30 | 30 | 30 | 31 | 35 | 35 | 35 | 37 | 37 | 37 |
III. Starfsfólk í grunnskólum.
Starfsfólki í grunnskólum fjölgaði um tæplega 500, eða um 7%, frá hausti 2001 til haustsins 2003. Eins og sjá má í töflu 3.1 eru konur mun fleiri en karlar í starfsliði grunnskólanna, eða um 80%.
Tafla 3.1 Starfsfólk í grunnskólum eftir kyni 2001–2004.
Fjöldi | Stöðugildi | |||||
Alls | Karlar | Konur | Alls | Karlar | Konur | |
2001–2002 | 6.975 | 1.402 | 5.573 | 6.119 | 1.318 | 4.801 |
2002–2003 | 7.299 | 1.440 | 5.859 | 6.530 | 1.373 | 5.157 |
2003–2004 | 7.472 | 1.470 | 6.002 | 6.616 | 1.380 | 5.236 |
Heimild: Hagstofa Íslands.
3.1 Starfsfólk við kennslu.
Starfsfólk við kennslu er langfjölmennasti hópurinn innan grunnskólanna. Nokkuð hefur fjölgað í þeim hópi frá hausti 2001 til hausts 2003, eða um tæp 6%. Í töflu 3.2 má sjá fjölda starfsfólks við kennslu og þar kemur m.a. fram að hlutfall réttindakennara á landinu öllu var 80% árið 2001 og 2002, en 82% árið 2003. Hlutfall leiðbeinenda hefur því lækkað lítillega á tímabilinu. Vestfirðir voru með hæsta hlutfall leiðbeinenda öll árin eða frá 42–47%.
Tafla 3.2 Starfsfólk við kennslu í grunnskólum eftir kennsluréttindum
og landshlutum að hausti 2001, 2002 og 2003.
2001–2002 | 2002–2003 | 2003–2004 | |||||||||||||
Með kennsluréttindi | Án kennsluréttinda | Með kennsluréttindi | Án kennsluréttinda | Með kennsluréttindi | Án kennsluréttinda | ||||||||||
Alls við kennslu | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Alls við kennslu | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Alls við kennslu | Fjöldi | % | Fjöldi | % | |
Landið allt | 4.491 | 3.586 | 80 | 905 | 20 | 4.697 | 3.766 | 80 | 931 | 20 | 4.743 | 3.873 | 82 | 870 | 18 |
Höfuðborgar- svæði | 2.366 | 2.094 | 89 | 272 | 12 | 2.513 | 2.226 | 89 | 287 | 11 | 2.562 | 2.328 | 91 | 234 | 9 |
Reykjavík | 1.399 | 1.231 | 88 | 168 | 12 | 1.483 | 1.305 | 88 | 178 | 12 | 1.486 | 1.333 | 90 | 153 | 10 |
Utan Reykja- víkur | 967 | 863 | 89 | 104 | 11 | 1.030 | 921 | 89 | 109 | 11 | 1.076 | 995 | 93 | 81 | 8 |
Suðurnes | 237 | 165 | 70 | 72 | 30 | 242 | 174 | 72 | 68 | 28 | 248 | 182 | 73 | 66 | 27 |
Vesturland | 294 | 214 | 73 | 80 | 27 | 315 | 238 | 76 | 77 | 24 | 315 | 235 | 75 | 80 | 25 |
Vestfirðir | 180 | 104 | 58 | 76 | 42 | 184 | 98 | 53 | 86 | 47 | 176 | 99 | 56 | 77 | 44 |
Norðurland vestra | 195 | 120 | 62 | 75 | 39 | 193 | 125 | 65 | 68 | 35 | 184 | 117 | 64 | 67 | 36 |
Norðurland eystra | 498 | 352 | 71 | 146 | 29 | 515 | 373 | 72 | 142 | 28 | 525 | 385 | 73 | 140 | 27 |
Austurland | 282 | 175 | 62 | 107 | 38 | 280 | 172 | 61 | 108 | 39 | 278 | 182 | 66 | 96 | 35 |
Suðurland | 439 | 362 | 83 | 77 | 18 | 455 | 360 | 79 | 95 | 21 | 455 | 345 | 76 | 110 | 24 |
*Lögheimili starfsfólks við kennslu 1. desember er notað við ákvörðun búsetu.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Í töflu 3.3 má sjá skiptingu starfsfólks við kennslu eftir starfssviði. Þar kemur fram að við grunnskólana störfuðu m.a. skólastjórar og aðstoðarskólastjórar án kennsluréttinda. Hlutfall kvenna meðal kennara er um 78% en meðal skólastjóra um 40%. Meðal aðstoðarskólastjóra eru konur rúm 60%.
Tafla 3.3 Starfsfólk við kennslu í grunnskólum að hausti 2001, 2002 og 2003,
eftir starfssviði.
Starfsfólk | Stöðugildi | Hlutfall kynja í stöðugildum |
||||||
Alls | Með kennsluréttindi | Án kennsluréttinda | Alls | Með kennsluréttindi | Án kennsluréttinda | |||
Karlar | Konur | |||||||
|
||||||||
2001
Alls
|
4.491 | 3.586 | 905 | 4.270 | 3.519 | 751 | 25 | 75 |
Skólastjórar | 194 | 191 | 3 | 202 | 199 | 3 | 61 | 39 |
Aðstoðarskólastjórar | 144 | 143 | 1 | 141 | 140 | 1 | 36 | 64 |
Kennarar1) | 4.153 | 3.252 | 901 | 3.927 | 3.180 | 747 | 22 | 78 |
|
||||||||
2002
Alls
|
4.697 | 3.766 | 931 | 4.437 | 3.671 | 766 | 24 | 76 |
Skólastjórar | 194 | 192 | 2 | 190 | 188 | 2 | 61 | 39 |
Aðstoðarskólastjórar | 145 | 143 | 2 | 143 | 141 | 2 | 37 | 63 |
Kennarar1) | 4.358 | 3.431 | 927 | 4.104 | 3.342 | 762 | 22 | 78 |
|
||||||||
2003
Alls
|
4.743 | 3.873 | 870 | 4.440 | 3.727 | 713 | 24 | 76 |
Skólastjórar | 189 | 188 | 1 | 191 | 190 | 1 | 58 | 42 |
Aðstoðarskólastjórar | 141 | 140 | 1 | 141 | 140 | 1 | 38 | 62 |
Kennarar1) | 4.413 | 3.545 | 868 | 4.108 | 3.397 | 711 | 22 | 78 |
Heimild: Hagstofa Íslands.
Þegar aldursdreifing starfsfólks við kennslu haustið 2003 er skoðuð má sjá að um 7% starfsfólks við kennslu eru 60 ára og eldri. Konur eru fjölmennari en karlar í öllum aldurshópum en minnsti munur milli kynjanna er í yngsta og elsta aldurshópnum.
Mynd 3.1 Hlutfallsleg skipting grunnskólakennara eftir aldurshópum haustið 2003.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mikill meiri hluti starfsfólks við kennslu árið 2003 var í fullu starfi eða meira eða rúmlega 70%. Um 25% eru í hálfu starfi og allt að heilu starfi en rúmlega 5% eru í minna en hálfu starfi. Árin 2002 og 2001 var hlutfallið nokkuð svipað.
3.2 Brautskráðir kennarar.
Á mynd 3.2 má sjá fjölda brautskráðra kennara frá Kennaraháskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands á tímabilinu 1995–2004. Taldir eru með allir þeir sem útskrifast úr kennaranámi, bæði úr BEd-námi og uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda. Þótt þessi skýrsla nái yfir þrjú skólaár er valið að birta hér til fróðleiks upplýsingar um útskrifaða kennara til lengri tíma.
Mynd 3.2 Brautskráðir kennarar 1995–2004.
Heimildir: Hagstofa Íslands og upplýsingar frá einstökum skólum fyrir árin 1995–1998.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Í heild hefur brautskráðum kennurum fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Nokkur fjölgun brautskráðra kemur fram hjá Kennaraháskóla Íslands árið 1995–96 en þá voru í fyrsta sinn útskrifaðir nemendur í fjarnámi frá skólanum. Frá árinu 1999 hefur verið nokkuð jöfn fjölgun útskrifaðra kennara frá Kennaraháskóla Íslands. Nokkrar sveiflur hafa verið í fjölda brautskráðra frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands á þessu tímabili eins og sjá má nánar í töflu 3.4. Listaháskóli Íslands útskrifaði fyrst kennara skólaárið 2001–2002.
Tafla 3.4 Fjöldi brautskráðra kennara 1995–2004.
1994–95 | 1995–96 | 1996–97 | 1997–98 | 1998–99 | 1999–00 | 2000–01 | 2001–02 | 2002–03 | 2003–04 | |
Kennaraháskóli Íslands | 170 | 236 | 181 | 168 | 202 | 157 | 179 | 230 | 264 | 334 |
Háskólinn á Akureyri | 0 | 66 | 23 | 10 | 44 | 27 | 46 | 35 | 66 | 73 |
Háskóli Íslands | 73 | 52 | 58 | 39 | 40 | 50 | 28 | 30 | 64 | 72 |
Listaháskóli Íslands | – | – | – | – | – | – | – | 6 | 16 | 21 |
Samtals | 243 | 354 | 262 | 217 | 286 | 234 | 253 | 301 | 410 | 500 |
Þeir sem útskrifast með kennsluréttindi frá Háskóla Íslands geta sótt sér leyfisbréf fyrir annaðhvort grunn- eða framhaldsskólastig eða bæði skólastigin. Árin 2001, 2002 og 2003 gaf menntamálaráðuneytið út leyfisbréf fyrir 832 grunnskólakennara.
Tafla 3.5 Útgefin leyfisbréf 2001–2003.
Ár | 2001 | 2002 | 2003 |
Fjöldi | 227 | 257 | 348 |
3.3 Undanþágunefnd grunnskóla.
Undanþágunefnd grunnskóla er skipuð samkvæmt lögum nr. 86/1998, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Nefndin metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann sem ekki hefur leyfi menntamálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá menntamálaráðuneyti, kennaramenntunarstofnunum og Kennarasambandi Íslands. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga er áheyrnarfulltrúi. Þegar undanþágunefnd hafnar umsókn um undanþágu hefur skólastjóri heimild til að vísa umsókninni til ráðherra. Ráðherra getur þrátt fyrir niðurstöðu nefndarinnar ákveðið að veita undanþágu. Í töflu 3.6 má sjá yfirlit yfir fjölda umsókna og afgreiðslu þeirra þau þrjú skólaár sem skýrslan nær til.
Tafla 3.6 Umsóknir um undanþágur til að lausráða leiðbeinendur
til kennslustarfa í grunnskólum.
2001–2002 | 2002–2003 | 2003–2004 | |
Fjöldi umsókna | 867 | 893 | 819 |
Samþykktar af undanþágunefnd | 644 | 718 | 667 |
Samþykktar af ráðherra | 193 | 160 | 134 |
Hafnað eða vísað frá | 30 | 15 | 18 |
Grunnmenntun umsækjenda er greind í 11 flokka og í töflu 3.7 má sjá flokkunina og fjölda karla og kvenna í hverjum flokki skólaárið 2003–2004.
Tafla 3.7 Menntun leiðbeinenda við kennslustörf í grunnskólum
skólaárið 2003–2004.
Menntun | Fjöldi | ||||
kk. | kvk. | ||||
1. | Landspróf, gagnfræðapróf eða minni menntun | 1 | 0,5% | 14 | 2,9% |
2. | Nám í framhaldsskóla án lokaprófs | 5 | 2,7% | 5 | 1,0% |
3. | Stúdentspróf | 0 | 0,0% | 7 | 1,5% |
4. | Starfsmenntun á framhaldsskólastigi | 21 | 11,4% | 38 | 7,9% |
5. | Listnám | 10 | 5,4% | 18 | 3,7% |
6. | Meistaranám, menntun leikskólakennara, þroskaþjálfanám, iðjuþjálfun, afmörkuð kennsluréttindi í listgrein | 25 | 13,5% | 71 | 14,7% |
7. | Nám við háskóla án lokaprófs, stundum með einhverju námi í uppeldis- og kennslufræðum | 23 | 12,4% | 30 | 6,2% |
8. | Nám til kennsluréttinda | 52 | 28,1% | 197 | 40,9% |
9. | Háskólapróf á öðrum sviðum en þeim sem ná til kennslugreina grunnskóla, svo sem lögfræði, dýralækningar o.fl. | 2 | 1,1% | 12 | 2,5% |
10 . | BA, BS, Phil. cand., MA, cand. mag., cand. phil., cand psyk. og dr. án fullnægjandi menntunar í uppeldis- og kennslufræðum | 44 | 23,8% | 88 | 18,3% |
11 . | Prestar | 2 | 1,1% | 2 | 0,4% |
Samtals | 185 | 482 |
3.4 Starfsfólk og starfssvið.
Starfsfólki hefur fjölgað í flestum hópum innan skóla. Tafla 3.8 sýnir fjölda starfsfólks skóla að frátöldum skólastjórum, aðstoðarskólastjórum og kennurum frá 1998–2003.
Tafla 3.8 Starfsfólk grunnskóla að frátöldum skólastjórum, aðstoðarskólastjórum
og grunnskólakennurum frá 1998–2003.
Ár | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 |
Bókasafnsfræðingar, bókaverðir | 67 | 69 | 73 | 69 | 76 | 76 |
Skólasálfræðingar, námsráðgjafar | 38 | 49 | 58 | 74 | 73 | 74 |
Skólahjúkrunarfræðingar | 34 | 39 | 48 | 51 | 35 | 35 |
Þroskaþjálfar | 29 | 41 | 44 | 58 | 72 | 80 |
Stuðningfulltrúar, uppeldisfulltrúar | 247 | 287 | 345 | 408 | 489 | 546 |
Skólaritarar, tölvuumsjón | 131 | 143 | 168 | 185 | 184 | 181 |
Tómstunda- og íþróttafulltrúar | 22 | 20 | 20 | 10 | 7 | 8 |
Starfsfólk í mötuneytum | 210 | 218 | 238 | 242 | 263 | 264 |
Húsverðir | 189 | 152 | 141 | 146 | 134 | 141 |
Starfslið við ganga- og baðvörslu, þrif og aðstoð við nemendur | 1040 | 1156 | 1137 | 1195 | 1237 | 1286 |
Annað | 40 | 75 | 70 | 47 | 32 | 38 |
Alls | 2047 | 2249 | 2342 | 2485 | 2602 | 2729 |
Þroskaþjálfum hefur fjölgað hlutfallslega mest frá 1998 til 2003, eða um nær 65%. Þá hefur skólasálfræðingum og námsráðgjöfum fjölgað um tæp 50%. Stuðnings- og uppeldisfulltrúum hefur fjölgað um 55% og þótt það sé ekki hlutfallslega mesta fjölgunin er þar um að ræða mesta fjölgun starfsmanna því að stuðnings- og uppeldisfulltrúar voru 247 árið 1998 en 546 árið 2003.
3.5 Fjöldi nemenda á kennara.
Nemendum á hvern kennara hefur fækkað lítillega frá 2001–2003. Haustið 2001 voru 10,6 nemendur á hvern kennara en 10,2 haustið 2003. Nemendum á hvert stöðugildi kennara hefur einnig fækkað en haustið 2001 voru 11,3 nemendur á hvert stöðugildi kennara en haustið 2003 voru 10,9 nemendur á hvert stöðugildi.
IV. Námsgögn.
Samkvæmt lögum nr. 23/1990 hefur Námsgagnastofnun það hlutverk að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum í samræmi við uppeldis- og kennslufræðileg markmið laga um grunnskóla og aðalnámskrár. Með gildistöku aðalnámskrár 1999 fylgdu aukin verkefni, m.a. vegna tilkomu lífsleikni og upplýsinga- og tæknimenntar sem sjálfstæðra námsgreina. Auk þess hefur m.a. verið unnið að endurnýjun alls stærðfræðinámsefnis grunnskólans og síaukin áhersla hefur verið lögð á útgáfu efnis á vef stofnunarinnar, www.nams.is.
Á hverju ári starfa 140–150 verktakar á vegum Námsgagnastofnunar að samningu efnis, myndgerð, forritun eða sem ráðgjafar. Nánast öll framleiðsla fer fram utan stofnunarinnar og sinna allt að 20 prentsmiðjur og myndvinnslufyrirtæki þeim þætti á ári hverju. Hér fara á eftir upplýsingar um umfang útgáfu Námsgagnastofnunar á árunum 2001–2004.
Tafla 4.1 Útgefið og endurútgefið kennsluefni.
|
Fjöldi titla | Upplag |
Námsgagnastofnun 2001 | ||
Frumútgáfur | ||
Prentað efni | 46 | 123.250 |
Prentað efni, aðkeypt | 23 | 14.169 |
Hljóðefni | 19 | 3.150 |
Fræðslumyndir | 38 | 1.947 |
Kennsluforrit | 7 | 5.060 |
Vefefni | 12 | |
Samtals | 145 | 147.576 |
Endurútgáfur | ||
Prentað efni | 186 | 528.385 |
Prentað efni, aðkeypt | 31 | 12.670 |
Hljóðefni | 56 | 3.275 |
Kennsluforrit | 18 | 3.510 |
Annað | 3 | 8.750 |
Samtals | 294 | 556.590 |
Alls útgefið 2001 | 439 | 704.166 |
Námsgagnastofnun 2002 | ||
Frumútgáfur | ||
Prentað efni | 47 | 112.595 |
Hljóðefni | 7 | 1.338 |
Fræðslumyndir | 14 | 766 |
Kennsluforrit | 1 | 300 |
Vefefni | 45 | |
Samtals | 114 | 114.999 |
Endurútgáfur | ||
Prentað efni | 198 | 599.750 |
Prentað efni, aðkeypt | 22 | 27.960 |
Hljóðefni | 39 | 4.683 |
Kennsluforrit | 15 | 1.050 |
Annað | 2 | 2.250 |
Samtals | 276 | 635.693 |
Alls útgefið 2002 | 390 | 750.692 |
Námsgagnastofnun 2003 | ||
Frumútgáfur | ||
Prentað efni | 53 | 205.717 |
Prentað efni, aðkeypt | 1 | 100 |
Hljóðefni | 15 | 1.250 |
Fræðslumyndir | 16 | 584 |
Kennsluforrit | 3 | 700 |
Vefefni | 20 | |
Samtals | 108 | 208.351 |
Endurútgáfur | ||
Prentað efni | 180 | 515.590 |
Prentað efni, aðkeypt | 16 | 22.005 |
Hljóðefni | 41 | 104.845 |
Kennsluforrit | 10 | 210 |
Annað | 1 | 400 |
Samtals | 248 | 643.050 |
Alls útgefið 2003 | 356 | 861.401 |
Námsgagnastofnun 2004 | ||
Frumútgáfur | ||
Prentað efni | 48 | 191.200 |
Prentað efni, aðkeypt | 28 | 1.727 |
Hljóðefni | 21 | 8.350 |
Fræðslumyndir | 7 | 450 |
Vefefni | 52 | |
Samtals | 156 | 201.727 |
Endurútgáfur | ||
Prentað efni | 193 | 565.315 |
Prentað efni, aðkeypt | 17 | 31.156 |
Hljóðefni | 42 | 5.455 |
Kennsluforrit | 8 | 150 |
Samtals | 260 | 602.076 |
Alls útgefið 2004 | 416 | 803.813 |
V. Úttektir, próf og kannanir.
Í þessum kafla verður gerð grein fyrir úttektum á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla, niðurstöðum úr samræmdum prófum, könnunum og úttektum á einstökum skólum og/eða þáttum skólastarfs sem menntamálaráðuneytið hefur látið gera á því tímabili sem skýrslan nær yfir. Jafnframt er hér gerð grein fyrir niðurstöðum PISA frá 2003, en PISA stendur fyrir Programme for International Student Assessment.
5.1 Sjálfsmatsaðferðir grunnskóla.
Helstu niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum 184 grunnskóla á tímabilinu 2001–2003 voru að 69 grunnskólar höfðu unnið kerfisbundið að sjálfsmati, eða um 37,5% skólanna. Þar af hafði kerfisbundið sjálfsmat á öllum helstu þáttum skólastarfsins farið fram í 29 skólum. 71 skóli hafði gert einstakar tilraunir við sjálfsmat og 27 skólar höfðu hafið undirbúning að kerfisbundnu sjálfsmati. Tíu skólar höfðu ekkert unnið við sjálfsmat, eða rúm 5% skólanna. Í töflu 5.1 má sjá samantekt á niðurstöðum úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla 2001–2003.
Tafla 5.1 Niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla 2001–2003.
Sjálfmatsaðferðir skólans teljast: | Fjöldi skóla | Hlutfall, % |
Fullnægjandi | 29 | 16 |
Fullnægjandi að hluta | 37 | 20 |
Ófullnægjandi | 118 | 64 |
Alls | 184 | 100 |
Eins og sjá má töldust 36% skólanna beita sjálfsmatsaðferðum sem voru fullnægjandi eða fullnægjandi að hluta en 64% skólanna töldust vera með ófullnægjandi sjálfsmatsaðferðir.
Þegar lagt var mat á framkvæmd sjálfsmats þeirra 69 skóla sem höfðu unnið kerfisbundið sjálfsmat eru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Tafla 5.2 Framkvæmd sjálfsmats grunnskóla.
Framkvæmd sjálfsmats telst: | Fjöldi skóla | Hlutfall, % |
Fullnægjandi | 24 | 35 |
Fullnægjandi að hluta | 41 | 59 |
Ófullnægjandi | 4 | 6 |
Alls | 69 | 100 |
Af þeim 184 grunnskólum sem voru teknir út á þessu tímabili uppfylltu 19 skólar, eða um 10%, að öllu leyti bæði viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmats.
Ljóst er að langflestir skólanna hafa unnið að sjálfsmati en voru mislangt á veg komnir á þeim tíma er úttektir voru gerðar. Þróunin á tímabilinu var sú að niðurstöður urðu jákvæðari er á leið þannig að hlutfall skóla er höfðu lokið kerfisbundnu sjálfsmati hækkaði.
5.2 Samræmd próf.
Undanfarin ár hefur Námsmatsstofnun þróað leiðir til að nýta niðurstöður samræmdra prófa betur með það að markmiði að gera þær aðgengilegri fyrir nemendur, foreldra og kennara. Er það m.a. gert með því að draga saman upplýsingar fyrir nemendur hvers skóla sem byggjast á breytingum á stöðu nemenda. Við útreikning meðaltala eru notaðar normaldreifðar einkunnir með meðaltal 30 og staðalfrávik 10. Þessi einkunnastigi var tekinn upp til að draga úr misskilningi sem tengdist því að eldri normaldreifðum einkunnum var ruglað við hefðbundnar skólaeinkunnir. Jafnframt voru teknar upp framfaratölur sem segja til um hvort nemendur í einstökum skólum sýni svipaðar, meiri eða minni framfarir milli samræmdra prófa en almennt gerist á landsvísu. Framfaratölur eru nú birtar ásamt meðaltölum skóla í skýrslum um samræmd próf.
5.2.1 Samræmd próf í 10. bekk.
Árin 2001–2003 komu til framkvæmda tvenns konar breytingar á samræmdum prófum í 10. bekk. Árið 2001 voru prófin gerð valfrjáls og ákveðið að fjölga þeim úr fjórum í sex. Var þá bætt við prófum í samfélagsfræði og náttúrufræði og sem fyrr var prófað í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Fjölgunin varð í tveim áföngum. Samræmt próf í náttúrufræði var fyrst haldið vorið 2002 og samræmt próf í samfélagsgreinum vorið 2003. Tafla 5.3 sýnir meðaltöl á samræmdum prófum í 10. bekk eftir kjördæmum á tímabilinu 2002–2004. Tafla 5.4 sýnir meðaltöl eftir kyni.
Tafla 5.3 Meðaleinkunn í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði
og samfélagsgreinum í 10. bekk eftir kjördæmum árin 2002 til 2004.
Íslenska | Stærðfræði | Enska | Danska | Náttúrufræði | Samfélagsgreinar | ||
2002 | Reykjavík | 31,6 | 31,3 | 32,0 | 31,1 | 33,4 | – |
Suðvesturkjördæmi | 30,8 | 31,4 | 30,9 | 31,6 | 31,1 | – | |
Vesturkjördæmi | 29,0 | 28,9 | 28,0 | 28,3 | 27,0 | – | |
Austurkjördæmi | 29,5 | 28,6 | 28,7 | 28,3 | 27,9 | – | |
Suðurkjördæmi | 27,1 | 27,5 | 26,9 | 28,0 | 26,6 | – | |
Landsmeðaltal | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | |
2003 | Reykjavík | 31,7 | 31,4 | 32,1 | 32,0 | 34,1 | 32,3 |
Suðvesturkjördæmi | 30,4 | 31,1 | 30,1 | 30,5 | 30,3 | 30,4 | |
Vesturkjördæmi | 28,3 | 28,6 | 27,8 | 28,2 | 26,9 | 28,2 | |
Austurkjördæmi | 29,2 | 29,0 | 28,1 | 27,9 | 28,4 | 29,8 | |
Suðurkjördæmi | 27,9 | 27,3 | 28,5 | 28,5 | 26,7 | 27,6 | |
Landsmeðaltal | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | |
2004 | Reykjavík | 31,2 | 31,3 | 31,9 | 32,1 | 33,3 | 32,3 |
Suðvesturkjördæmi | 30,4 | 31,2 | 30,7 | 30,8 | 31,3 | 31,1 | |
Vesturkjördæmi | 27,9 | 27,9 | 26,9 | 27,6 | 26,6 | 27,5 | |
Austurkjördæmi | 29,7 | 29,0 | 27,9 | 28,9 | 28,8 | 29,4 | |
Suðurkjördæmi | 28,9 | 27,5 | 28,3 | 27,2 | 25,7 | 27,3 | |
Landsmeðaltal | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 |
Tafla 5.4 Árangur á samræmdum prófum í 10. bekk eftir kyni árin 2002–2004.
Ár | Piltar | Stúlkur | Landsmeðaltal | |
Íslenska | 2002 | 27,8 | 32,4 | 30,0 |
2003 | 27,5 | 32,7 | 30,0 | |
2004 | 28,2 | 32,1 | 30,0 | |
Stærðfræði | 2002 | 29,5 | 30,5 | 30,0 |
2003 | 29,0 | 31,0 | 30,0 | |
2004 | 29,6 | 30,4 | 30,0 | |
Enska | 2002 | 29,7 | 30,3 | 30,0 |
2003 | 29,5 | 30,4 | 30,0 | |
2004 | 30,3 | 29,5 | 30,0 | |
Danska | 2002 | 27,1 | 32,6 | 30,0 |
2003 | 27,1 | 32,7 | 30,0 | |
2004 | 27,8 | 32,0 | 30,0 | |
Náttúrufræði | 2002 | 29,7 | 30,5 | 30,0 |
2003 | 30,1 | 29,9 | 30,0 | |
2004 | 30,7 | 29,3 | 30,0 | |
Samfélagsgreinar | 2002 | – | – | |
2003 | 30,5 | 29,6 | 30,0 | |
2004 | 30,6 | 29,3 | 30,0 |
Tafla 5.5. sýnir breytingar á hlutfalli nemenda í 10. bekk sem þreytir hvert próf. Árið 2001 er haft með til samanburðar við hlutföll nemenda sem þreyttu próf áður en prófin urðu valfrjáls árið 2002. Þegar á heildina er litið verða ekki breytingar á hlutfalli nemenda sem þreyta próf í íslensku, stærðfræði og ensku. Á hinn bóginn fækkar þeim nemendum sem þreyta próf í dönsku, náttúrufræði og samfélagsgreinum. Bent skal á að meðaltal í dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði er ekki sambærilegt milli kjördæma eða námsgreina vegna þess að hlutfall nemenda, sem þreytir þessi próf, er breytilegt.
Tafla 5.5 Hlutfall nemenda sem þreyta próf í hverri námsgrein í 10. bekk 2001–2004.
Íslenska | Stærðfræði | Enska | Danska | Náttúrufræði | Samfélagsgreinar | ||
2001 | Reykjavík | 97,4 | 96,6 | 96,6 | 89,1 | – | – |
Suðvesturkjördæmi | 98,0 | 97,4 | 97,2 | 92,7 | – | – | |
Vesturkjördæmi | 95,5 | 94,6 | 94,6 | 89,7 | – | – | |
Austurkjördæmi | 95,0 | 94,7 | 94,5 | 88,6 | – | – | |
Suðurkjördæmi | 96,3 | 95,6 | 94,7 | 87,8 | – | – | |
Landið allt | 96,8 | 96,1 | 95,9 | 89,7 | – | – | |
2002 | Reykjavík | 96,3 | 95,7 | 95,9 | 81,7 | 62,4 | – |
Suðvesturkjördæmi | 98,2 | 98,2 | 97,2 | 88,4 | 78,2 | – | |
Vesturkjördæmi | 97,6 | 97,4 | 95,8 | 90,3 | 74,9 | – | |
Austurkjördæmi | 95,2 | 94,0 | 95,2 | 86,3 | 74,4 | – | |
Suðurkjördæmi | 93,0 | 93,0 | 92,1 | 78,9 | 68,5 | – | |
Landið allt | 96,2 | 95,8 | 95,5 | 84,5 | 70,3 | – | |
2003 | Reykjavík | 96,6 | 95,4 | 95,9 | 79,1 | 57,5 | 50,9 |
Suðvesturkjördæmi | 97,2 | 97,3 | 97,2 | 85,3 | 76,0 | 67,8 | |
Vesturkjördæmi | 97,3 | 95,9 | 95,0 | 85,7 | 76,9 | 70,9 | |
Austurkjördæmi | 97,1 | 93,3 | 95,8 | 83,5 | 73,6 | 71,0 | |
Suðurkjördæmi | 95,4 | 94,6 | 94,3 | 85,6 | 75,7 | 68,0 | |
Landið allt | 96,7 | 95,5 | 95,8 | 83,0 | 69,5 | 62,9 | |
2004 | Reykjavík | 96,7 | 96,6 | 96,9 | 77,4 | 61,0 | 45,8 |
Suðvesturkjördæmi | 97,7 | 96,5 | 97,3 | 82,7 | 65,8 | 59,3 | |
Vesturkjördæmi | 96,6 | 95,9 | 95,6 | 83,9 | 72,4 | 69,4 | |
Austurkjördæmi | 96,0 | 94,1 | 93,4 | 80,4 | 58,7 | 66,9 | |
Suðurkjördæmi | 93,6 | 94,7 | 93,6 | 84,0 | 70,2 | 67,1 | |
Landið allt | 96,4 | 95,9 | 95,8 | 80,9 | 64,7 | 58,2 |
Tafla 5.6 sýnir hlutfall nemenda sem þreyttu próf með frávikum árin 2002–2004 greint eftir kyni. Ekki þarf lengur að sækja um frávik ef nemandi þarfnast einungis lengri tíma í próftöku. Þessi breyting skýrir lækkun á hlutfalli nemenda með frávik milli áranna 2003 og 2004.
Tafla 5.6 Frávik á samræmdum prófum í 10. bekk 2002–2004 eftir kyni.
Íslenska | Stærðfræði | Enska | ||||
piltar, % | stúlkur, % | piltar, % | stúlkur, % | piltar, % | stúlkur, % | |
2002 | 19,7 | 12,2 | 18,9 | 11,3 | 14,5 | 15,7 |
2003 | 22,6 | 14,6 | 20,5 | 14,1 | 21,1 | 13,8 |
2004 | 14,6 | 9,2 | 12,3 | 9,2 | 13,8 | 9,5 |
Danska | Náttúrufræði | Samfélagsgreinar | ||||
piltar, % | stúlkur, % | piltar, % | stúlkur, % | piltar, % | stúlkur, % | |
2002 | 17,7 | 11,6 | 15,3 | 9,9 | – | – |
2003 | 17,6 | 11,8 | 16,8 | 10,3 | 16,4 | 11,3 |
2004 | 10,4 | 8 | 8,5 | 6,7 | 9,8 | 7,9 |
5.2.1 Samræmd próf í 4. og 7. bekk.
Í grunnskólalögum og reglugerð nr. 415/2000 er kveðið á um samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk og hafa þau verið haldin frá því 1996. Öllum nemendum er skylt að þreyta prófin njóti þeir ekki undanþágu skv. 48. gr. grunnskólalaga eða hafi annað móðurmál en íslensku. Í töflu 5.7 má sjá meðaleinkunn eftir landshlutum og í töflu 5.8 eftir kyni.
Tafla 5.7 Meðaleinkunn í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk
eftir landshlutum 2001–2003.
4. bekkur | 7. bekkur | ||||
Íslenska | Stærðfræði | Íslenska | Stærðfræði | ||
2001 | Reykjavík | 31,0 | 30,2 | 30,8 | 30,6 |
Suðvesturkjördæmi | 30,0 | 29,8 | 30,6 | 30,6 | |
Vesturkjördæmi | 28,0 | 28,7 | 29,5 | 29,2 | |
Austurkjördæmi | 31,9 | 31,3 | 29,8 | 29,2 | |
Suðurkjördæmi | 27,8 | 29,9 | 28,0 | 28,9 | |
Landsmeðaltal | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | |
2002 | Reykjavík | 30,7 | 30,0 | 30,5 | 30,2 |
Suðvesturkjördæmi | 29,8 | 30,4 | 31,0 | 30,5 | |
Vesturkjördæmi | 29,3 | 29,3 | 28,6 | 29,4 | |
Austurkjördæmi | 30,8 | 30,6 | 30,6 | 30,2 | |
Suðurkjördæmi | 28,6 | 29,2 | 27,9 | 28,6 | |
Landsmeðaltal | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 | |
2003 | Reykjavík | 30,4 | 29,5 | 30,5 | 30,3 |
Suðvesturkjördæmi | 30,8 | 31,5 | 31,1 | 30,7 | |
Vesturkjördæmi | 28,7 | 29,0 | 29,0 | 29,0 | |
Austurkjördæmi | 31,1 | 30,3 | 30,9 | 30,0 | |
Suðurkjördæmi | 27,9 | 28,8 | 27,2 | 28,6 | |
Landsmeðaltal | 30,0 | 30,0 | 30,0 | 30,0 |
Tafla 5.8 Meðaleinkunn í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk eftir kyni 2001–2003.
Íslenska |
Stærðfræði |
|||||
Piltar | Stúlkur | Landsmeðaltal | Piltar | Stúlkur | Landsmeðaltal | |
4. bekkur | ||||||
2001 | 28,2 | 31,8 | 30,0 | 29,9 | 30,0 | 30,0 |
2002 | 28,4 | 31,5 | 30,0 | 30,1 | 29,9 | 30,0 |
2003 | 28,4 | 31,7 | 30,0 | 30,3 | 29,5 | 30,0 |
7. bekkur | ||||||
2001 | 27,8 | 32,2 | 30,0 | 29,7 | 30,3 | 30,0 |
2002 | 28,2 | 31,9 | 30,0 | 29,3 | 30,5 | 30,0 |
2003 | 28,3 | 31,7 | 30,0 | 30,0 | 29,9 | 30,0 |
Nánari upplýsingar um samræmd próf eru aðgengilegar á heimasíðu Námsmatsstofnunar, www.namsmat.is.
5.3 Könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla.
Markmiðið með könnun menntamálaráðuneytisins á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla var að fá upplýsingar um skipulag, inntak og framkvæmd sérfræðiþjónustu í grunnskólum en sveitarfélögum ber að sinna þessari þjónustu samkvæmt lögum um grunnskóla, nr. 66/1995, og reglugerð nr. 386/1996, um sérfræðiþjónustu skóla. Einnig var könnuð afstaða til þess hvort þörf væri á að endurskoða ofangreinda reglugerð. Könnunin var send sveitarfélögum í nóvember 2001. Svör bárust frá 87 sveitarfélögum, eða um 70%. Í nokkrum tilfellum barst svar frá byggðarsamlögum fyrir hönd sveitarfélaga.
Í reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla er sveitarfélögum lögð sú skylda á herðar að bjóða kennurum og skólastjórnendum upp á ráðgjöf og stuðning sérfræðiþjónustu vegna skólastarfs. Þjónustan á m.a. að felast í faglegri ráðgjöf vegna almennrar kennslu einstakra námsgreina og aðstoð og leiðbeiningum við kennara sem sinna sérkennslu. Í ljós kom í könnuninni að í 73% tilvika var veitt almenn kennsluráðgjöf á vegum sveitarfélaga. Mun lægra hlutfall sveitarfélaga veitti námsgreinabundna kennsluráðgjöf en eins og sjá má í töflu 5.9 veittu flestir námsgreinabundna kennsluráðgjöf í stærðfræði og íslensku.
Tafla 5.9 Námsgreinabundin kennsluráðgjöf.
Námsgrein: | |
Erlend tungumál | 22% |
Heimilisfræði | 15% |
Íslenska | 28% |
Kristin fræði | 17% |
Listgreinar | 20% |
Lífsleikni | 17% |
Náttúrufræði | 19% |
Samfélagsfræði | 16% |
Skólaíþróttir | 21% |
Stærðfræði | 30% |
Upplýsinga- og tæknimennt | 26% |
Heimild: Menntamálaráðuneyti. |
Skýrslan Sérfræðiþjónusta sveitarfélaga vegna grunnskóla er aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.3 Námsráðgjöf.
Í símakönnun sem menntamálaráðuneytið gerði meðal skólaskrifstofa sveitarfélaganna í upphafi ársins 2002 svöruðu 19 af 25 því játandi að námsráðgjöf væri veitt í skólum sveitarfélagsins/svæðisins, eða 76% svarenda. Um helmingur þeirra sagði að námsráðgjöf væri veitt í öllum árgöngum, aðrir sögðu námsráðgjöf vera veitta í 8.–10. bekk.
5.4 Úrræði grunnskóla fyrir afburðanemendur.
Nemendur í 10. bekk á Íslandi skólaárið 2000–2001 tóku þátt í PISA-rannsókn. Niðurstöðurnar voru kynntar í desember 2001 og er m.a. gerð grein fyrir þeim í skýrslu menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunnskólum sem kom út í mars 2003. Niðurstöðurnar bentu til þess að í íslenskum grunnskólum væri allstór hópur nemenda sem ekki fengi nægilega verðug verkefni eða sem fullnýttu ekki getu sína. Í ljósi þessara niðurstaðna ákvað þáverandi menntamálaráðherra að aflað skyldi upplýsinga um úrræði grunnskóla fyrir afburðanemendur. Markmiðið var að fá fram upplýsingar um hvort skólarnir hefðu einhver úrræði fyrir afburðanemendur, þ.e. nemendur sem skara fram úr jafnöldrum sínum í námi, og hver þau væru. Könnun á úrræðum grunnskóla fyrir afburðanemendur var send til grunnskóla í febrúar 2002. Svör bárust frá 134 grunnskólum, eða 68% skóla.
Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að í fáum grunnskólum hefði verið mótuð sérstök stefna um úrræði fyrir afburðanemendur. Hins vegar buðu flestir skólar upp á einhver úrræði fyrir þennan hóp. Algengast var að boðið væri upp á sérstakt viðbótarnámsefni eða einstaklingsmiðað nám. Flestir skólastjórar töldu einstaklingsmiðað nám skila bestum árangri en sérstakt viðbótarnámsefni hefði einnig skilað góðum árangri. Fram kom að rúmlega helmingur skólastjóra taldi að úrræðin sem afburðanemendum buðust skiluðu einungis að nokkru leyti tilætluðum árangri. Sérstökum úrræðum fyrir afburðanemendur var helst beitt í íslensku og stærðfræði en síður í náttúru- og samfélagsfræði. Í þessu samhengi má benda á að árangur íslenskra nemenda í PISA árið 2001 var lakari í náttúrufræði en í lestri og stærðfræði.
Í flestum skólum var haft samráð við foreldra nemendanna um úrræði og sátt ríkti um þau meðal kennara, nemenda og foreldra, að mati skólastjóra. Skýrslan Úrræði grunnskóla fyrir afburðanemendur er aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.5 Tónmenntakennsla í grunnskólum.
Menntamálaráðuneytið lét í febrúar 2003 gera könnun á tónmenntakennslu í grunnskólum skólaárið 2002–2003. Var könnunin gerð í framhaldi af umfjöllun samstarfsnefndar tónlistarfræðslunnar um málefni tónmenntakennslu í grunnskólum. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um hvernig staðið er að tónmenntakennslu í grunnskólum. Aðaláhersla var á öflun upplýsinga um tímafjölda í hverjum árgangi og menntun þeirra sem kenna tónmennt í grunnskólum. Svör bárust frá 137 grunnskólum, eða 74,1% þeirra skóla sem fengu hana í hendur.
Í könnuninni kom fram að tónmennt var kennd í rúmlega 80% þeirra grunnskóla sem svöruðu. Tónmennt var kennd í meira mæli á Reykjanesi, Norðurlandi vestra og í Reykjavík en í öðrum landshlutum. Að jafnaði var tónmennt kennd í um eina kennslustund á viku og fengu neðri bekkir grunnskólans fleiri kennslustundir en efri bekkirnir.
Í flestum tilvikum voru það grunnskólakennarar með sérmenntun í tónmennt sem kenndu tónmennt í grunnskólum landsins. Í skólum á Reykjanesi, Vestfjörðum, Suðurlandi, Reykjavík og í einkaskólum var hlutfall grunnskólakennara með sérmenntun í tónlist hæst. Hlutfall leiðbeinenda sem kenna tónmennt var hæst á Vestfjörðum og á Suðurlandi. Skýrslan Tónmenntakennsla í grunnskólum er aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.6 Íþróttakennsla í grunnskólum 2003–2004.
Upplýsingaöflun um stundafjölda í sundi og íþróttum í grunnskólum skólaárið 2003–2004 var að vissu leyti sambærileg athugun sem gerð var árið 2000 fyrir skólaárið 1999–2000. Markmiðið nú sem fyrr var að kanna hvernig staðið væri að kennslu í skólaíþróttum, einkum hvað varðaði stundafjölda í íþróttum og fyrirkomulag sundkennslu. Svör bárust frá 160 skólum, eða 87% grunnskóla.
Gefnir voru þrír svarmöguleikar um kennsluform í sundkennslu, þ.e. vikulega, á námskeiði og annað. Í ljós kom að vikuleg sundkennsla er algengasta kennsluformið í 3.–10. bekk. Námskeiðsformið er gjarnan notað í tveimur fyrstu bekkjum grunnskóla, eða í um 40% tilfella, eins og sjá má í töflu 5.10.
Tafla 5.10 Kennsluform sundkennslu í 1.–10. bekk.
Sund kennt vikulega | Sund kennt á námskeiðum | Annað kennsluform | |
1. bekkur | 46% | 40% | 14% |
2. bekkur | 50% | 37% | 13% |
3. bekkur | 57% | 31% | 11% |
4. bekkur | 64% | 25% | 11% |
5. bekkur | 61% | 23% | 17% |
6. bekkur | 59% | 23% | 15% |
7. bekkur | 65% | 20% | 15% |
8. bekkur | 64% | 21% | 15% |
9. bekkur | 63% | 23% | 15% |
10. bekkur | 58% | 23% | 23% |
Í aðalnámskrá er fjallað um nemendafjölda í hverjum sundtíma og er miðað við að 15 nemendur séu að jafnaði í hverjum 40 mínútna sundtíma. Til að kanna hvernig að þessu er staðið í skólunum var spurt um fjölda nemenda í sundtímum að jafnaði. Í töflu 5.11 má sjá að í fyrsta bekk eru nemendur 10 eða færri í sundtímum í 63% skóla en í 10. bekk eru 28% skóla með 16 nemendur eða fleiri í sundtíma að jafnaði.
Tafla 5.11 Fjöldi nemenda að jafnaði í sundtímum eftir bekkjum í 1.–10. bekk.
Skólar í úrvinnslu* | 1–10 nemendur | 11–15 nemendur | 16–20 nemendur | > 21 nemandi | |
1. bekkur | 140 | 88 | 46 | 6 | 0 |
2. bekkur | 137 | 64 | 64 | 8 | 1 |
3. bekkur | 155 | 71 | 71 | 13 | 0 |
4. bekkur | 174 | 79 | 79 | 11 | 5 |
5. bekkur | 171 | 72 | 72 | 23 | 4 |
6. bekkur | 175 | 73 | 73 | 24 | 5 |
7. bekkur | 134 | 61 | 61 | 6 | 6 |
8. bekkur | 130 | 54 | 54 | 11 | 11 |
9. bekkur | 100 | 42 | 42 | 8 | 8 |
10. bekkur | 132 | 48 | 48 | 18 | 18 |
Heimild: Menntamálaráðuneyti.
Ekki er tekið fram í aðalnámskrá um íþróttir, líkams- og heilsurækt hve margar stundir skuli kenna sérstaklega í skólaíþróttum. Hins vegar er stundafjöldinn tilgreindur í viðmiðunarstundaskrá undir liðnum íþróttir, þ.e. þrjár stundir á viku í 1.–10. bekk. Þar af leiðir að ef sund er kennt að lágmarki eina stund á viku ættu stundir í skólaíþróttum að vera að lágmarki tvær á viku allt skólaárið, eða 68 miðað við 34 vikur. Þegar stundafjöldi í skólaíþróttum er skoðaður kemur í ljós að í flestum skólum eru kenndar 68 stundir eða fleiri í skólaíþróttum árlega í einstökum bekkjum eins og sýnt er í töflu 5.12. Hæst er hlutfallið í 10. bekk eða 93% en lægst í 2. bekk, eða 80%.
Tafla 5.12 Stundafjöldi í skólaíþróttum í 1.–10. bekk.
Skólar í úrvinnslu* | 68 stundir eða fleiri | 67 stundir eða færri | |
1. bekkur | 143 | 122 | 21 |
2. bekkur | 147 | 118 | 29 |
3. bekkur | 142 | 119 | 23 |
4. bekkur | 146 | 131 | 15 |
5. bekkur | 145 | 122 | 23 |
6. bekkur | 143 | 124 | 19 |
7. bekkur | 150 | 123 | 27 |
8. bekkur | 129 | 112 | 17 |
9. bekkur | 120 | 110 | 10 |
10. bekkur | 121 | 112 | 9 |
* Hér eru fleiri skólar í úrvinnslu en í töflum um sundkennslu vegna þess að svör all nokkurra skóla um fyrirkomulag sundkennslu voru því miður ekki nýtileg í úrvinnslu könnunarinnar. Heimild: Menntamálaráðuneyti. |
Skýrslan Íþróttakennsla í grunnskólum 2003–2004, skólasund og skólaíþróttir er aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.7 Menntun kennara í stærðfræði- og náttúrufræðigreinum í grunnskólum 2003–2004.
Veturinn 2003–2004 urðu töluverðar umræður á opinberum vettvangi um hvernig staðið væri að kennslu í stærðfræði og náttúrufræðigreinum í grunn- og framhaldsskólum. Í kjölfar þeirra umræðna ákvað menntamálaráðuneytið að afla upplýsinga frá skólum um menntun kennara í stærðfræði og náttúrufræðigreinum á grunn- og framhaldsskólastigi. Hér á eftir verður eingöngu gerð grein fyrir niðurstöðum er varða grunnskóla. Aflað var upplýsinga um menntun kennara sem kenndu stærðfræði og náttúrufræði í 7.–10. bekk. Alls bárust svör frá 160 skólum, eða um 87%.
Í könnuninni kom m.a. fram að um þriðjungur þeirra sem kenndu stærðfræði í 8.–10. bekk voru grunnskólakennarar með sérhæfingu í stærðfræði. Ef 7.–10. bekkur eru skoðaðir saman lækkar þetta hlutfall nokkuð, eins og sjá má í töflu 5.13.
Tafla 5.13 Menntun kennara í stærðfræði í 8.–10. og 7.–10. bekk, 2003–2004.
8.–10. bekkur | 7.–10. bekkur | |||
Menntun | Fjöldi | Hlutfall, % | Fjöldi | Hlutfall, % |
Grunnskólakennari með BEd-próf og stærðfræði sem valgrein | 121 | 33% | 152 | 30% |
Grunnskólakennari með almennt kennarapróf | 179 | 49% | 241 | 49% |
Grunnskólakennari með BS-próf í stærðfræði | 9 | 2% | 9 | 2% |
Leiðbeinendur sem kenna stærðfræði | 39 | 11% | 63 | 13% |
Aðrir sem kenna stærðfræði | 21 | 6% | 31 | 6% |
Alls | 369 | 100% | 496 | 100% |
Við kennslu í náttúrufræði í grunnskólum í 8.–10. bekk voru 40% kennara með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein og í 7. bekk var hlutfallið svipað.
Tafla 5.14 Menntun kennara í náttúrufræði í 8.–10. og 7.–10. bekk, 2003–2004.
8.–10. bekkur | 7.–10. bekkur | |||
Menntun | Fjöldi | Hlutfall % | Fjöldi | Hlutfall % |
Grunnskólakennari með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein | 105 | 40% | 155 | 38% |
Grunnskólakennari með almennt kennarapróf | 85 | 32% | 138 | 34% |
Grunnskólakennari með BS-próf í náttúrufræði | 24 | 9% | 31 | 8% |
Leiðbeinendur sem kenna náttúrufræði | 29 | 11% | 47 | 12% |
Aðrir sem kenna náttúrufræði | 20 | 8% | 32 | 8% |
Alls | 263 | 100% | 403 | 100% |
Skýrslan Menntun kennara í stærðfræði og náttúrufræðigreinum í grunn- og framhaldsskólum 2003–2004 er aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.8 Mat á Seyðisfjarðarskóla og Hallormsstaðaskóla.
Í febrúar 2003 fól menntamálaráðuneytið Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands að gera úttekt á starfsemi Seyðisfjarðarskóla og Hallormsstaðaskóla. Leggja átti mat á stjórnun, kennsluhætti, námsmat, aðstöðu, samskipti innan skóla og við aðila utan skólans, þjónustu við nemendur og starfsfólk, þróunarstarf og umbætur í skólastarfi.
Niðurstöður þessara tveggja úttekta er að finna í tveimur ítarlegum skýrslum, Mat á Hallormsstaðaskóla og Mat á Seyðisfjarðarskóla, á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.9 Stóra upplestrarkeppnin.
Stóra upplestrarkeppnin var fyrst haldin haustið 1996 í samstarfi við fimm grunnskóla og hefur undirbúningsnefnd rekið hana frá upphafi. Markmið Stóru upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Þessi markmið falla að stefnu aðalnámskrár grunnskóla þar sem fjallað er um upplestur og vandaðan og skýran framburð.
Haustið 2003 fól menntamálaráðuneytið skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri að leggja mat á hvort framkvæmd Stóru upplestrarkeppninnar væri samkvæmt yfirlýstum markmiðum hennar. Upplýsinga var aflað með því að senda út spurningalista til allra skóla sem starfrækja 7. bekk. Einnig var rætt við úrtak kennara, nemendahópa, fulltrúa frá skólaskrifstofum og foreldra. Skýrslan Stóra upplestrarkeppnin er aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.10 Skýrsla um lesskimunarprófið Læsi.
Forsaga verkefnisins er sú að í skýrslu starfshóps menntamálaráðuneytis um nemendur með sértæka lestrar- og réttritunarerfiðleika í grunnskólum og framhaldsskólum (1997) var lögð áhersla á forvarnastarf í formi lesskimunar með hjálp prófa sem almennir kennarar legðu fyrir í samráði við sérkennara og námsráðgjafa. Í kjölfar skimunar færi síðan fram nánari greining á þeim nemendum sem virtust geta átt við lestrarerfiðleika að etja. Undir þessa hugmynd um lesskimun var tekið í skólastefnu menntamálaráðuneytis í ritinu Enn betri skóli (1998) og í íslenskuhluta Aðalnámskrár grunnskóla (1999:16). Í kjölfarið stóð menntamálaráðuneytið fyrir gerð prófs til notkunar við lesskimun í fyrstu árgöngum grunnskóla. Skimunarprófið heitir Læsi og er byggt á norskri fyrirmynd. Íslenskir höfundar Læsis eru Guðmundur B. Kristmundsson og Þóra Kristinsdóttir.
Skýrslan um lesskimunarprófið Læsi var unnin af skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri fyrir menntamálaráðuneytið. Markmiðið með verkefninu var m.a. að svara því hvort Læsi stæðist kröfur um að greina stöðu nemenda í lestri, að kanna hvort og hvernig það er notað og skoða hvort notkun þess hafi áhrif á skipulag lestrarkennslu. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
5.11 PISA 2003.
PISA er alþjóðleg könnun á vegum OECD sem 40 þjóðir taka þátt í og er hún endurtekin á þriggja ára fresti. PISA er ætlað að kanna þekkingu og hæfni 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Að auki er leitast við að meta aðra þætti skólagöngunnar en námsframvindu, t.d. námsvenjur, skólaumhverfi og lestrarvenjur. Á Íslandi tóku allir grunnskólar, sem hafa 10. bekk, þátt í rannsókninni og var þátttakendafjöldinn hér á landi 3.350 nemendur úr 129 skólum.
PISA 2003 raðar frammistöðu eftir sex hæfnisþrepum. Lítill hluti nemenda ræður við flóknustu verkefnin sem tilheyra þrepi 6. Aðeins 5% nemenda í OECD-löndunum, en meira en 10% nemenda í Belgíu, Tékklandi, Japan, Kóreu og Sviss ráða við hin flóknu verkefni sem tilheyra hæfnisþrepi 6. Á Íslandi náðu tæp 4% nemenda þessu þrepi eins og sjá má töflu 5.15.
Tafla 5.15 Frammistaða eftir hæfnisþrepum, Ísland og OECD.
Hæfnisþrep | Heildarkvarði í stærðfræði Lýsing á hæfnisþrepi |
Allir nemendur | ||
Ísland
|
OECD |
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
6 | Nemandi getur myndað hugtök, alhæft og notað upplýsingar fengnar frá eigin athugunum og líkönum af flóknum aðstæðum. |
5 | Nemandi getur þróað og unnið með líkön af flóknum aðstæðum, þekkt takmarkanir þeirra og gert sér grein fyrir forsendum þeirra. |
4 | Nemandi getur unnið skilvirkt með skýrt fram sett líkön af hlutlægum aðstæðum sem geta falið í sér takmarkanir eða kallað á að nemandinn gefi sér ákveðnar forsendur. |
3 | Nemandi getur framkvæmt aðgerðir sem eru skýrt skilgreindar, þar með taldar þær sem krefjast ákvarðana í ákveðinni röð. |
2 | Nemandi getur túlkað og þekkt aðstæður í samhengi sem krefst einungis beinna ályktana. |
1 | Nemandi getur svarað spurningum sem fela í sér kunnuglegar aðstæður þar sem allar viðeigandi upplýsingar koma fram og spurt er beinna spurninga. |
0 | Nemandi þekkir ekki þær upplýsingar sem lagðar eru fram og getur ekki framkvæmt einföldustu aðgerðir samkvæmt beinum fyrirmælum við skýrar aðstæður. |
Heimild: Námsmatsstofnun. |
Tafla 5.16 sýnir að Ísland er í 10.–14. sæti allra OECD-landanna, en í 13.–17. sæti allra þátttökuþjóðanna. Íslenskir nemendur eru almennt álíka góðir í stærðfræði og jafnaldrar þeirra á Nýja-Sjálandi, í Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Austurríki. Þeir eru að meðaltali marktækt betri í stærðfræði en jafnaldrar þeirra í 18 af þeim 40 löndum sem tóku þátt í PISA 2003.
Tafla 5.16 Stærðfræðikunnátta 15 ára nemenda á Íslandi
borin saman við jafnaldra í þátttökulöndum, PISA 2003
Heildarkvarði | |||||
PISA Meðaltal | SE1 | Sæti m.v. OECD | Sæti m.v. alla | ÍSLAND (p<0,01) | |
Hong Kong – Kína | 550 | (4,5) | 1–5 | . | |
Finnland | 544 | (1,8) | 1–3 | 1–5 | . |
Kórea | 542 | (3,3) | 1–4 | 1–6 | . |
Holland | 538 | (3,2) | 1–6 | 1–8 | . |
Liechtenstein | 536 | (3,4) | 1–11 | . | |
Japan | 534 | (4,0) | 1–9 | 2–12 | . |
Kanada | 532 | (1,8) | 3–7 | 4–10 | . |
Belgía | 529 | (2,3) | 3–9 | 4–11 | . |
Makaó | 529 | (3,3) | 5–13 | . | |
Sviss | 528 | (3,4) | 3–10 | 5–13 | . |
Ástralía | 524 | (2,1) | 6–10 | 8–13 | . |
Nýja-Sjáland | 524 | (2,2) | 6–10 | 8–13 | – |
Tékkland | 516 | (3,6) | 8–15 | 10–18 | – |
ÍSLAND | 515 | (1,5) | 10–14 | 13–17 | – |
Danmörk | 514 | (2,7) | 10–14 | 13–17 | – |
Frakkland | 511 | (2,4) | 9–15 | 12–18 | – |
Svíþjóð | 509 | (2,5) | 10–16 | 13–19 | – |
Bretland2 | 508 | (2,4) | 10–17 | 13–20 | – |
Austurríki | 506 | (3,2) | 11–18 | 14–21 | – |
Þýskaland | 502 | (3,3) | 12–19 | 15–22 | . |
Írland | 502 | (2,4) | 14–19 | 16–21 | . |
Slóvakía | 498 | (3,4) | 15–22 | 18–25 | . |
Noregur | 495 | (2,4) | 17–22 | 20–25 | . |
Lúxemborg | 493 | (1,1) | 18–22 | 21–25 | . |
Pólland | 490 | (2,5) | 18–24 | 21–27 | . |
Ungverjaland | 490 | (2,8) | 18–24 | 21–28 | . |
Spánn | 485 | (2,4) | 21–24 | 24–28 | . |
Lettland | 483 | (3,8) | 23–29 | . | |
Bandaríkin | 483 | (3,0) | 21–24 | 24–28 | . |
Rússland | 468 | (4,2) | 28–31 | . | |
Portúgal | 466 | (3,5) | 25–26 | 29–31 | . |
Ítalía | 465 | (3,0) | 25–26 | 29–31 | . |
Grikkland | 444 | (3,9) | 27–27 | 32–33 | . |
Serbía | 437 | (3,7) | 32–33 | . | |
Tyrkland | 424 | (6,8) | 28–28 | 33–36 | . |
Úrúgvæ | 422 | (3,4) | 34–36 | . | |
Taíland | 417 | (2,9) | 34–36 | . | |
Mexíkó | 386 | (3,7) | 29–29 | 37–37 | . |
Indónesía | 360 | (3,9) | 38–40 | . | |
Túnis | 359 | (2,6) | 38–40 | . | |
1 SE: Staðalvilla mælingar (Standard Error). 2Uppfyllti ekki skilyrði um lágmarksþátttöku nemenda. . Nemendur eru að meðaltali betri en íslenskir nemendur. – Nemendur eru að meðaltali jafngóðir og íslenskir nemendur. . Nemendur eru að meðaltali slakari en íslenskir nemendur. |
Frammistaða íslenskra nemenda í stærðfræði í PISA-rannsókninni 2003 er betri en fyrri alþjóðlegar samanburðarrannsóknir hafa sýnt. Þegar Norðurlöndin eru skoðuð sérstaklega sést að íslenskir nemendur standa sig að meðaltali töluvert betur í stærðfræði en jafnaldrar þeirra í Noregi (20 stigum að meðaltali) en mun verr en jafnaldrar í Finnlandi (29 stigum að meðaltali). Ekki er marktækur munur á íslenskum nemendum og jafnöldrum þeirra í Danmörku og Svíþjóð. Á Íslandi er dreifingin frekar lítil og er meðalframmistaða íslenskra nemenda að jafnaði neðarlega í hæfnisþrepi 3 en finnskir nemendur nálgast að vera að meðaltali á þrepi 4.
Þegar frammistaða kynjanna undanfarin ár í stærðfræði er skoðuð sést að stúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið miðað við pilta í öllum löndum. Munurinn á stærðfræðikunnáttu meðal flestra þátttökuþjóða PISA 2003 er á þá leið að piltar standa sig betur en stúlkur. Á Íslandi, einu þátttökulanda, eru stúlkur töluvert betri en piltar í stærðfræði og nemur munurinn 15 stigum. Tafla 5.17 sýnir að þegar allir nemendur eru skoðaðir eru íslenskir nemendur í 13.–17. sæti af 40.
Tafla 5.17 Frammistaða pilta og stúlkna. Röðun eftir meðaleinkunn.
Nemendur í öðrum löndum | ||||||
Stúlkur | Drengir | Allir nemendur | ||||
Íslenskir nemendur | OECD | ALLIR | OECD | ALLIR | OECD | ALLIR |
Stúlkur | 8. | 8. | 12. | 14. | 10. | 12. |
Drengir | 13. | 14. | 18. | 20. | 16. | 18. |
Allir | 12. | 14. | 13. | 15. | 10.–14. | 13.–17. |
Í töflu 5.17 má einnig sjá að frammistaða íslenskra drengja í stærðfræði miðað við drengi í öðrum löndum er í meðallagi. Þeir eru í 20. sæti af 40 þátttökuþjóðum þegar borið er saman við aðra drengi og í 18. sæti á lista OECD-ríkjanna 30. Íslenskar stúlkur standa sig hins vegar mun betur og eru í 8. sæti miðað við stúlkur í öllum öðrum þátttökulöndum. Til þess að varpa frekara ljósi á kynjamuninn var ákveðið að skoða hann á samræmdu prófi í stærðfræði í 10. bekk, hjá sama árgangi og tók þátt í PISA-rannsókninni. Viðvarandi munur hefur verið í nokkur ár stúlkum í hag í stærðfræði en það er fyrst nú með tilkomu PISA-rannsóknanna að fyllilega verður ljóst hversu mikill þessi munur er og að hann er örugglega ekki tilviljun. Samræmt próf í stærðfræði í 10. bekk vorið 2003 staðfestir þann kynjamun sem PISA-rannsóknin sýnir. Stúlkur standa sig betur en piltar bæði á PISA 2003 og á samræmdu prófi 2003 á heildarkvörðum og á sjö af átta undirkvörðum þeirra.
Hluti PISA-rannsóknarinnar 2003 var endurtekning á hluta lestrarprófsins frá árinu 2000 ásamt stuttu prófi í náttúrufræði. Frammistaða í lestri er að meðaltali nokkuð lakari en í PISA 2000 rannsókninni (492 stig). Þá voru íslenskir nemendur marktækt rétt yfir meðallagi OECD-þjóðanna (507 stig) og marktækt betri en Noregur og Danmörk. Í náttúrufræði reyndist frammistaðan að meðaltali vera nærri því nákvæmlega eins og hún var árið 2000 en Ísland er á mörkum þess að vera marktækt frábrugðið meðaltali OECD-landanna. Meðaleinkunnin 2003 í náttúrufræði var 495 stig en var 496 stig árið 2000.
VI. Styrkir.
Menntamálaráðherra hefur umsjón með Þróunarsjóði grunnskóla og Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Úthlutað er úr sjóðunum samkvæmt nánari reglum er um þá gilda.
6.1. Þróunarsjóður grunnskóla 2001–2004.
Þróunarsjóður grunnskóla starfar samkvæmt 52. gr. laga um grunnskóla, nr. 66/1995, og reglum um Þróunarsjóð grunnskóla, nr. 657/1996. Alþingi veitir árlega fé á fjárlögum í Þróunarsjóð grunnskóla. Menntamálaráðherra hefur umsjón með sjóðnum og setur reglur um styrkveitingar. Auglýst er eftir skólum til að taka að sér skilgreind þróunarverkefni í janúar ár hvert og geta skólastjórar grunnskóla fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara sent inn þátttökutilkynningu. Viðkomandi sveitarstjórn, eða þeir aðilar sem sveitarstjórn gefur umboð sitt (t.d. skólanefnd, skólamálaskrifstofa, skólamálafulltrúi), skulu staðfesta þátttökutilkynningu skóla. Aðrir aðilar en grunnskólar geta tekið að sér auglýst verkefni. Krefjast slík verkefni beinna tengsla við starfandi skóla og skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn. Auglýst er eftir umsóknum í janúar ár hvert. Umrætt tímabil var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum en lögð var áhersla á tiltekin forgangssvið. Tafla 6.1 sýnir þau forgangssvið sem auglýst voru 2002, 2003 og 2004.
Tafla 6.1 Forgangssvið við úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla 2002, 2003 og 2004.
Ár | Forgangssvið: |
2002 | A. Menntun tvítyngdra nemenda – fjölmenningarleg kennsla |
B. Sveigjanlegir kennsluhættir á unglingastigi (5.–10. bekkur) | |
2003 | A. Menntun tvítyngdra nemenda – fjölmenningarleg kennsla |
B. Læsi til menntunar | |
2004 | A. Læsi til menntunar |
B. Fjölbreytt námsmat |
Á töflu 6.2 má sjá yfirlit yfir fjölda styrktra verkefna og heildarstyrkveitingar í millj. kr. á tímabilinu 2002–2004. Heildarupphæð styrkveitinga á tímabilinu var 35,5 millj. kr.
Tafla 6.2 Fjöldi styrktra verkefna og heildarstyrkveitingar 2001–2004.
2002 | 2003 | 2004 | |
Fjöldi styrktra verkefna | 27 | 27 | 33 |
Heildarstyrkveiting í millj. kr. | 11,2 | 12,2 | 12,1 |
Menntamálaráðuneytið samdi árið 2002 við Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands um umsýslu Þróunarsjóðs grunnskóla í tilraunaskyni til þriggja ára, frá 2002–2004, og var samningurinn síðan framlengdur um eitt ár. Sjóðurinn var áður í vörslu ráðuneytisins í samræmi við reglur um sjóðinn. Menntamálaráðuneytið skipar eftir sem áður ráðgjafarnefnd Þróunarsjóðs grunnskóla samkvæmt reglum um sjóðinn, skilgreinir forgangsverkefni hvers árs, auglýsir eftir umsóknum og tekur formlega ákvörðun um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands hefur umsjón með störfum framangreindra nefnda og annast öll formleg tengsl við styrkþega, m.a. gerð samninga og fylgist með framgangi verkefna og leggur mat á lokaskýrslur um einstök verkefni.
6.2 Endurmenntunarsjóður grunnskólakennara.
Árið 1999 setti menntamálaráðherra á stofn Endurmenntunarsjóð grunnskóla til að fylgja eftir nýrri aðalnámskrá grunnskóla. Sérstakar reglur voru settar um Endurmenntunarsjóð grunnskóla og stjórn hans en í henni sitja fulltrúar frá menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambandi Íslands. Þess má geta að Kennaraháskóla Íslands er einnig úthlutað árlega sambærilegri upphæð til endurmenntunar. Við mat á umsóknum úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla er miðað við að verkefnin séu til þess fallin að mæta þörfum grunnskólans, að með þeim sé fylgt eftir skólastefnu og aðalnámskrá grunnskóla og að verkefnin fullnægi kröfum um fagmennsku og gæði. Einnig er tekið tillit til þess hver þörfin er á hverjum stað, forgangsröðunar skólaskrifstofa í verkefnavali, fjölda kennara o.fl.
Tafla 6.2 Fjöldi verkefna og styrkveitingar
úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2002–2004.
2002 | 2003 | 2004 | |
Fjöldi styrktra verkefna | 109 | 100 | 132 |
Heildarstyrkveiting í millj. kr. | 22,6 | 23,9 | 21,2 |
Meðal styrkþega eru skólaskrifstofur, einstakir grunnskólar og félagasamtök. Hægt er að nálgast upplýsingar um úthlutanir úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.
6.2.1 Olweusar-verkefni gegn einelti.
Svokallað Olweusar-verkefni gegn einelti hlaut styrki úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla öll umrædd ár, samtals 6 millj. kr. Forsaga málsins er sú að menntamálaráðuneytið lét rannsaka umfang og eðli eineltis í íslenskum grunnskólum árið 1998. Í framhaldi af þeirri rannsókn var gerð rannsókn á úrræðum skóla við lausn á eineltisvandamálum og lágu niðurstöður fyrir í september 2000. Í desember 2000 skipaði samráðsnefnd grunnskóla að beiðni menntamálaráðherra starfshóp um aðgerðir gegn einelti. Hlutverk starfshópsins var að gera tillögur að samræmdri aðgerðaáætlun fyrir grunnskóla um hvernig skuli bregðast við einelti.
Í tillögum starfshópsins var m.a. gerð grein fyrir hugmyndum norska prófessorsins Dans Olweusar sem hefur þróað aðgerðaáætlun gegn einelti í grunnskólum. Olweusar-verkefnið hófst síðan á Íslandi haustið 2002 með þátttöku 43 skóla og aðild nokkurra skólaskrifstofa og Háskólans á Akureyri. Haustið 2003 bættust svo tveir skólar við. Af þessum 45 skólum eru tíu skólar í Reykjavík, fjórir skólar á Vesturlandi, sjö skólar á Vestfjörðum, þrír skólar á Norðurlandi vestra, tíu skólar á Norðurlandi eystra, tveir á Austurlandi, einn á Suðurlandi, fjórir á Reykjanesi og fjórir í Kópavogi. Samtals eru í þessum skólum á fjórtánda þúsund nemenda, eða þriðjungur allra grunnskólanemenda í landinu. Þá eru allir starfsmenn skólanna og starfsfólk tengdra stofnana þátttakendur og hafa um 2.400 starfsmenn tekið markvisst þátt í Olweusar-verkefninu.
Verkefnið felst m.a. í því að allir starfsmenn skólanna eru þátttakendur og fá leiðsögn og fræðslu um viðbrögð við einelti allan tímann auk þess sem náið samstarf er við foreldra. Gefinn hefur verið út bæklingur fyrir foreldra þar sem m.a. er fjallað um hvernig breðgast eigi við einelti. Gert er ráð fyrir að það taki hvern skóla tvö ár að innleiða kerfið en eftir það á kerfið að vera eðlilegur hluti af skólastarfi viðkomandi skóla. Verkefnið hefur reynst vel og greiðlega hefur gengið að laga það að íslenskum aðstæðum. Það er nú þegar orðið eitt umfangsmesta endurmenntunarverkefni í íslenskum grunnskólum.
VII. Útgjöld til grunnskóla.
Eins og kunnugt er komu lög um grunnskóla, nr. 66/1995, að fullu til framkvæmda 1. ágúst 1996, þ.e. frá þeim tíma hafa sveitarfélögin fjármagnað starfsemi grunnskólanna. Á árinu 2005 var ráðist í endurskoðun flokkunar útgjalda ríkisins samkvæmt svokölluðum COFOG-staðli (Classification of the Functions of Government). COFOG er alþjóðlegur staðall og hluti af þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna, SNA (System of National Accounts). Á þjóðhagsreikningasviði Hagstofunnar er stuðst við COFOG-staðalinn við flokkun útgjalda hins opinbera. Í töflu 7.1 hér á eftir má sjá útgjöld á verðlagi ársins 2003 til grunnskóla (stofn- og rekstrarkostnað) á tímabilinu 1998–2003 samkvæmt nýrri flokkun COFOG. Á grunnskólastiginu eru framlög ríkisins vegna m.a. námsgagna, samræmdra prófa, endurmenntunar kennara og þróunarstarfs í grunnskólum.
Eins og sjá má í töflu 7.1 hafa framlög hins opinbera til grunnskóla hækkað nokkuð frá árinu 1998, eða úr um 3,0% af vergri landsframleiðslu árið 1998 í um 3,9% árið 2003. Hækkunin nemur 0,29% á tímabilinu. Kostnaður á hvern nemenda árið 1998 var 612.000 kr. en árið 2003 var hann orðinn 723.000 kr. Opinber útgjöld koma annars vegar frá ríkissjóði og hins vegar frá sveitarfélögum. Framlag ríkissjóðs til grunnskólastigsins var árið 1998 0,07% af vergri landsframleiðslu en 0,06% árið 2003. Töluverð lækkun varð árið 2002 á útgjöldum ríkisins til skólastigsins, eða 0,05% af vergri landsframleiðslu, en það var síðasta árið sem framlög komu úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna einsetningar grunnskóla. Útgjöld sveitarfélaga til grunnskóla voru rúmir 6 milljarðar kr. árið 1996 eða 1,29% af vergri landsframleiðslu en árið 2003 voru útgjöldin tæpir 32 milljarðar kr., eða um 3,93% af vergri landsframleiðslu. Í töflu 7.1 má einnig sjá útgjöld heimila vegna grunnskóla. Þau voru talin nema um 0,11% af vergri landsframleiðslu árið 1998 og helst það hlutfall óbreytt allt til ársins 2003.
Tafla 7.1 Útgjöld vegna grunnskóla.
1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | |
Útgjöld hins opinbera í millj. kr. | 25.972 | 27.045 | 28.497 | 30.856 | 33.354 | 32.384 |
Hlutfall af vergri landsframleiðslu | 3,70% | 3,61% | 3,71% | 3,94% | 4,26% | 3,99% |
Kostnaður hins opinbera á nemanda í þús. kr. | 612 | 629 | 653 | 700 | 746 | 723 |
Útgjöld ríkissjóðs í millj. kr. | 514 | 539 | 421 | 510 | 484 | 478 |
Hlutfall af vergri landsframleiðslu | 0,07% | 0,07% | 0,05% | 0,07% | 0,06% | 0,06% |
Kostnaður ríkissjóðs á nemanda í þús. kr. | 12 | 13 | 10 | 12 | 11 | 11 |
Útgjöld sveitarfélaga í millj. kr. | 25.458 | 26.506 | 28.075 | 30.345 | 32.870 | 31.906 |
Hlutfall af vergri landsframleiðslu | 3,63% | 3,54% | 3,66% | 3,83% | 4,20% | 3,93% |
Kostnaður sveitarfélaga á nemanda í þús. kr. | 600 | 616 | 643 | 688 | 735 | 712 |
Útgjöld heimila í millj. kr. | 792 | 811 | 874 | 855 | 878 | 921 |
Hlutfall af vergri landsframleiðslu | 0,11% | 0,11% | 0,11% | 0,11% | 0,11% | 0,11% |
Kostnaður heimila á nemanda í þús. kr. | 19 | 19 | 20 | 19 | 20 | 21 |
Fjöldi nemenda | 42.421 | 43.030 | 43.644 | 44.103 | 44.695 | 44.809 |
Verðvísitala samneyslu 2003=100 | 72,73 | 77,32 | 82,11 | 89,13 | 96,25 | 100,00 |
Verðvísitala VLF 2003=100 | 81,60 | 82,17 | 87,18 | 94,62 | 99,90 | 100,00 |