Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 212. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 485  —  212. mál.




Svar


menntamálaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar um íslenskt efni á dagskrá Ríkisútvarpsins, sjónvarps.

     1.      Við hvaða skilgreiningu er miðað þegar rætt er um „íslenskt sjónvarpsefni“ í 3. gr. draga að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu sem ráðherra kynnti í september?
    Innlent dagskrárefni telst allt það efni sem framleitt er innan lands af sjónvarpinu sjálfu eða sjálfstæðum framleiðendum. Jafnframt telst efni innlent þegar efni af erlendum uppruna er fellt inn í innlenda þætti og það hefur verið talsett, textað og tilreitt sem innlent efni. Fréttir eru til að mynda innlent efni, en innan þeirra eru fréttamyndir teknar erlendis. Sama gildir um aðra samsetta dagskrá, íþróttir, Stundina okkar, Nýjustu tækni og vísindi, Kastljósið og aðra samsetta þætti.

     2.      Hvernig skiptist „íslenskt sjónvarpsefni“ á kjörtíma (kl. 19–23) hlutfallslega í efnisflokka á árunum 1999–2005 (fréttir, frétta- og viðburðatengt efni, heimildarmyndir, kynningarmyndir frá fyrirtækjum, leikið efni o.s.frv.)?
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu hefur skiptingin verið með eftirfarandi hætti síðustu fimm árin (samanburðartölur fyrir árin 1999–2000 eru ekki til):

Íslenskt sjónvarpsefni efni sýnt á kjörtíma, hlutfallsleg skipting.

2001 2002 2003 2004 2005
Leikið efni 3,95% 3,29% 2,22% 2,40% 4,58%
Skemmtiefni 9,93% 10,16% 12,86% 9,83% 9,64%
Íþróttir 7,88% 8,57% 8,53% 14,70% 10,61%
Fréttir 42,42% 41,72% 40,77% 41,78% 42,20%
Dægurmál og fréttatengt 21,94% 19,26% 17,32% 17,18% 16,69%
Listir 5,28% 7,50% 7,57% 5,24% 7,38%
Heimildaþættir 3,65% 4,14% 6,10% 6,41% 5,78%
Annað efni, svo sem tónlist, vísindi o.fl. 4,97% 5,36% 4,64% 2,45% 3,13%