Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 93. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 551  —  93. mál.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 62/1997, um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Axel Guðjónsson og Guðrúnu Þorleifsdóttur frá iðnaðarráðuneyti, Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti, Pál Gunnar Pálsson og Guðmund Sigurðsson frá Samkeppniseftirlitinu, Sigurjón Högnason frá ríkisskattstjóra og Ragnar Guðmundsson og Árna Vilhjálmsson frá Norðuráli.
    Nefndinni bárust skriflegar umsagnir um málið frá ríkisskattstjóra og Viðskiptaráði Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til tvenns konar breytingar á lögunum. Annars vegar eru breytingar vegna ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í tengslum við stækkun Norðuráls hf. og hins vegar breytingar sem fulltrúar Norðuráls hf. lögðu til á samningi sínum við ríkið sem leiða til breytinga á lögunum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Steingrímur J. Sigfússon sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu en með fyrirvara.
    Jóhann Ársælsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 28. nóv. 2006.


Hjálmar Árnason,

form., frsm.

Kjartan Ólafsson.

Ellert B. Schram.


Guðjón Hjörleifsson.

Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Kolbrún Baldursdóttir.


Gunnar Örlygsson.

Sigurjón Þórðarson.