Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 95. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 554  —  95. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á l. nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.


     1.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „12%“ í 1. mgr. kemur: 14%.
                  b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, sem verður 1. málsl., svohljóðandi: Beiðni um útborgun skal send iðnaðarráðuneytinu.
                  c.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr., sem verður 2. málsl., kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Berist beiðnin eftir að sex mánuðir hafa liðið frá lokum framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis skal hafna henni.
                  d.      Við 3. málsl. 2. mgr., sem verður 5. málsl., bætist: sem skal jafnframt staðfesta að kostnaðaruppgjör sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra.
     2.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þeir sem hafa fengið endurgreiðsluvilyrði fyrir 31. desember 2006 eiga þess kost að sækja aftur um endurgreiðslu framleiðslukostnaðar eftir að endurgreiðsluhlutfallið hefur verið hækkað. Þó skal við það miðað að framleiðsla sé ekki hafin.